Fiskeldið getur orðið til hagsbóta fyrir alla

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp um fiskeldismál á komandi vorþingi. „Afstaða mín til gjaldtöku vegna leyfisveitinga mun koma fram í þessu frumvarpi,“ segir ráðherrann í samtali við Fiskeldisblaðið. Þar segir ennfremur svo:

„Eins og kunnugt er í fréttum segir í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkis- stjórnar að eftir því sem fiskeldinu vex fiskur um hrygg „þarf að ræða framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku vegna leyfisveitinga“. Kristján Þór segir að hið nýja frumvarp verði meðal annars byggt á skýrslu starfshóps á vegum ráðuneytisins sem skilaði af sér tillögum s.l. sumar. „Í skýrslunni er ýmislegt umdeilanlegt en þar er einnig að finna skynsamlegar tillögur enda var sátt um þær meðal stærstu hagsmunaaðila,“ segir Kristján Þór. „Mikilvægt er að ná sátt um framtíðarskipan fiskeldis milli greinarinnar, stjórnvalda og annarra eins og veiðiréttarhafa. Frumvarpið mun miða að slíkri sátt.“

Í fyrrgreindri skýrslu er m.a. fjallað um auðlindagjald í fiskeldi. Þar segir að niðurstaða starfshópsins sé að miða skuli gjaldstofn auðlindagjalds við framleiðslu í sjó og telur hópurinn „að þessi aðferð sé best til þess fallin að finna út raunverulega nýtingu þess eldisrýmis sem notað er hverju sinni. Útreikningur gjaldstofns auðlindagjalds myndi því miðast við þyngd eldisfisks við slátrun að frádreginni þyngd (meðalstærð) seiða sem sett eru út í sjó.“ segir í skýrslunni. Aðspurður um hvort fyrirkomulag gjaldtökunnar verði svipað og gerist með veiðigjöld hjá útgerðinni segir Kristján Þór að alltof snemmt sé að ræða um útfærslur á gjaldinu. „Við munum finna niðurstöðu í frumvarpinu þar sem gætt verður hagsmuna fiskeldisins sem og hagsmuna lands og þjóðar,“ segir Kristján Þór.

Byggt upp með skynsömum hætti Kristján Þór segir að miklir möguleikar séu til staðar hvað varðar fiskeldi á Íslandi. „Þessi atvinnugrein á bjarta framtíð fyrir sér en það er mikilvægt að hún sé byggð upp með skynsömum hætti þar sem gætt er allra sjónarmiða,“ segir ráðherra. „Ef vel tekst til mun fiskeldi styrkja stoðir íslensks atvinnulífs til hagsbóta fyrir alla.“ Þessi orð ráðherrans eru samhljóma því sem segir í stjórnarsáttmálanum. „Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar en þarf að byggja upp með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað,“ segir m.a. í stjórnarsáttmálanum.“

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð ýsa með chili, hvítlauk og...

Blessuð ýsan klikkar ekki. Hana er hægt að elda á óteljandi vegu allt frá því sjóða hana þverskorna upp í glæsilega veislurét...

thumbnail
hover

Byrjaði 9 ára í skreið hjá...

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er að öðrum ólöstuðum þekktari í heimi netagerðar á Íslandi en nokkur annar. Hann hefur unni...

thumbnail
hover

Ekki heimildir til að setja málið...

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla hans varðandi mögulega sáttaleið í ...