-->

Fiskur með ferskum aspas

Nú er líklega rétti tíminn til að hafa fisk í matinn og þó fyrr hefði verið. Flestir búnir að belgja sig út af alls konar keti yfir hátíðirnar og kominn tími til að slaka þar á. Við fundum þessa indælu og einföldu uppskrift á vefsíðunni gottimatinn.is og leyfum okkur að deila henni með lesendum okkar.

Innihald:
fiskur (t.d. þorskur)
ferskur aspas
kartöflur
hægeldaðir tómatar

Aðferð:

Hér gildir engin sérstök uppskrift. Skerið kartöflurnar niður í teninga, setjið í eldfast mót og setjið tómatana yfir. Steikið fiskinn á heitri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið, kryddið, leggið ofan á kartöflu- og tómatabeðið. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn í 20 mínútur. Aspasinn er flysjaður og skorið neðan af honum, soðinn þar til hæfilega mjúkur undir tönn. Þá þerraður og lagður ofan á þorskinn áður en hann er borinn fram. Tilbúið og sérlega einfalt.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

SÍ lítur viðbrögð útgerðarinnar alvarlegum augum

Stjórn Sjómannasambands Íslands lítur viðbrögð útgerðar Júlíusar Geirmundssonar við kórónasmiti um borð alvarlegum augum þar...

thumbnail
hover

Samráðið við HVEST var ekki samráð

Í yfirlýsingu Hraðfrystihússins Gunnvör sem send var fjölmiðum segir að  haft hafi verið samband við Heilbrigðisstofnun Vestfja...

thumbnail
hover

Afar fallegur fiskur

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun með góðan afla. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Þórhall Jó...