Fiskur og franskar á indverska vísu

Við förum núna í framandi útgáfu á fiski og frönskum. Leitum í indverska matargerð og teljum að íslenskur gæðafiskur henti afskaplega vel í indverska uppskrift. Það er alveg óhætt að mæla með því að prufa þessa uppskrift, hún er virkilega fín þó framandi sé. Hún er auk þess einföld og holl og ætti sérstaklega að henta þeim sem dásama hina merkilegu kryddblöndu, karrý.

Innihald:

3 stórar kartöflur skornar í þunnar ræmur eins og franskar

1 msk karrýmauk

1 msk matarolía og smávegis að auki

1 stórt hvítlauks- og kóríander nanbrauð

1 msk karrýduft

450 g af góðum fiski að eigin vali, þorskur, ýsa, keila, steinbítur og svo framvegis

mango chutney og sítrónusneiðar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hristið kartöflurnar saman við karrýmaukið og smávegis af olíu og setjið í ofnskúffu eða eldfast mót og eldið í 20 mínútur í efst stöðu.

Meðan kartöflurnar bakast, er nanbrauðið ristað og síðan malað niður í matvinnsluvél. Penslið fiskstykkin með olíu og veltið upp úr mylsnunni og leggið í aðra ofskúffu eða ofnfast fat. Ef afgangur er af mylsnunni er gott af dreifa henni yfir fiskinn og ýra svolítilli olíu yfir.

Færið bakkann með kartöflunum neðar í ofninn og setjið fiskinn ofar og bakið hann í 10 mínútur eða þar til hann er orðinn gullinn.

Berið fiskinn og frönskurnar fram með mango chutney og sítrónusneiðum og gott salat spillir ekki heldur. Þá er gott af hafa sósu að eigin vali með þessum rétti, kalda eða heita.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa að hætti V-12

Ýsa er yndislegur fiskur. Einstakur matfiskur með hlutlausu bragði, sem tekur vel við nánast hvaða kryddi sem er. Þessi uppskrift var...

thumbnail
hover

Steiktur þorskur með grænni sósu

Þorskurinn er kallaður ýmsum nöfnum. Algengt er að segja „sá guli“ um þennan góða fisk. Hér fáum við hins vegar útgáfu af ...

thumbnail
hover

Hendið svo fiskinum!

Í tilefni hrekkjavökunnar bregðum við út af vananum og sláum þessu upp í svolítið grín. Uppskriftir að fiskréttum geta verið m...