Fiskur í parmasen hjúp

Ýsa í raspi er yndislegur matur sem flestir Íslendingar hafa notið frá barnæsku til æviloka. Þetta er réttur sem hefur verið óbreyttur frá upphafi. En það má breyta til og þessi aðferð er bara í meira en góðu lagi. Bara velja uppáhalds fiskinn, hjúpa hann og elda. Flóknara er það ekki.

Innihald:

800 g fiskflök svo sem þorskur, ýsa eða koli, roð- og beinlaus í hæfilegum bitum
1 egg
1 msk mjólk
1 bolli rifinn parmesan ostur
2 msk hveiti
1⁄2 tsk papríkuduft
1⁄4 tsk salt
1⁄8 tsk pipar

Aðferð:

Hrærið eggið og mjólkina saman í skál og leggið til hliðar. Takið plastpoka með „rennilás” og setjið í hann ostinn, hveitið og kryddið. Lokið pokanum og hristið vel.

Setjið fiskbitana einn og einn í pokann og hristið vel svo bitinn hjúpist vel.

Bakið fiskbitana ofnföstu móti í bakaraofni við 180 gráður í um 25 mínútur. Tíminn fer eftir því hve þykk stykkin eru

Berið frem með fersku salati að eigin vali, hrísgrjónum eða nýjum soðnum kartöflum.

 

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dregur úr löndun VS-afla

Landanir á svokölluðum VS-afla hafa farið minnkandi á síðustu árum. Á tímabilinu 2012-2013 til 2017-2018 var landaður VS-afli rú...

thumbnail
hover

Fyrstu nemendurnir ljúka stjórnendanámi

  Fyrstu nemendurnir til að ljúka 5. og síðustu lotu stjórnendanáms á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skí...

thumbnail
hover

Stoppað í gat á sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi (Fjarðalaxi) föstudaginn 16. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við ...