-->

Fjóla landaði makríl í Keflavík

Nokkri smábátar hafa nú byrjað á makrílveiðum og landaði einn þeirra, Fjóla GK, í Keflavík í dag. Aflinn var um 9 tonn, eða 30 kör. Skipstjóri á bátnum er Dennis og sagðist hann hafa fengið aflann austur af Keflavík og utan við Helguvík og lét hann vel af aflabrögðum.

Smábátar hafa mokfiskað makríl undanfarin ár við Keflavík og kannski er þetta upphaf nýrrar aflahrotu þetta árið. Makríllinn var stór og vel feitur og fer í vinnslu hjá Saltveri í Reykjanesbæ.

Myndir Hjörtur Gíslason.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Humar fyrir hátíðir

Neysluvenjur yfir jól og áramót breytast stöðugt. Við sem eldri erum vöndumst við lambahrygg, hangikjöt og svið. En þrátt fyrir ...

thumbnail
hover

Með 17 konum á snyrtilínunni

Fyrsta daginn sem maður vikunnar að þessu sinni var að vinna í fiski 15 ára gamall var hann settur á snyrtilínuna þar sem 17 konur ...

thumbnail
hover

Fylltu skipið af karfa og ufsa

Að undanförnu hafa togarar ekki fiskað neitt sérstaklega vel á miðunum við landið en annað slagið hafa þó komið ágæt skot. Sm...