Fjóla landaði makríl í Keflavík

Nokkri smábátar hafa nú byrjað á makrílveiðum og landaði einn þeirra, Fjóla GK, í Keflavík í dag. Aflinn var um 9 tonn, eða 30 kör. Skipstjóri á bátnum er Dennis og sagðist hann hafa fengið aflann austur af Keflavík og utan við Helguvík og lét hann vel af aflabrögðum.

Smábátar hafa mokfiskað makríl undanfarin ár við Keflavík og kannski er þetta upphaf nýrrar aflahrotu þetta árið. Makríllinn var stór og vel feitur og fer í vinnslu hjá Saltveri í Reykjanesbæ.

Myndir Hjörtur Gíslason.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dregur úr löndun VS-afla

Landanir á svokölluðum VS-afla hafa farið minnkandi á síðustu árum. Á tímabilinu 2012-2013 til 2017-2018 var landaður VS-afli rú...

thumbnail
hover

Fyrstu nemendurnir ljúka stjórnendanámi

  Fyrstu nemendurnir til að ljúka 5. og síðustu lotu stjórnendanáms á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skí...

thumbnail
hover

Stoppað í gat á sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi (Fjarðalaxi) föstudaginn 16. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við ...