Fjórðungi minni fiskafli

Landaður afli íslenskra skipa í apríl var 113.094 tonn sem er 23% minni afli en í apríl 2018. Samdráttur í aflamagni er vegna minni kolmunnaafla en af honum veiddust rúm 61 þúsund tonn samanborið við tæp 94 þúsund tonn í apríl 2018. Botnfiskafli nam 49 þúsund tonnum í apríl sem er á pari við apríl 2018. Aflamagn í ufsa dróst saman um 18% og í karfa um 20%, en mikil aflaaukning í ýsu vegur það upp. Flatfiskafli minnkaði um 15% milli ára og skel- og krabbadýraafli minnkaði um 32%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá maí 2018 til apríl 2019 var tæplega 1.115 þúsund tonn sem er samdráttur um 12% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur í aflamagni er eingöngu vegna minni uppsjávarafla.

Afli í mars, metinn á föstu verðlagi, var 2,5% minni en í apríl 2018.

Í frétt um afla í mars sem gefin var út 15 apríl sl. var villa um heildarafla á tímabilinu apríl 2018 til mars 2019. Aflinn var 1.148 þúsund tonn en ekki 1.305 þúsund tonn. Aðrar tölur um einstaka fisktegundir og flokka voru réttar.

Fiskafli
Apríl Maí-apríl
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 101 99 -2,5
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 146.744 113.094 -23 1.265.625 1.114.635 -12
Botnfiskafli 49.119 49.076 0 481.809 489.801 2
Þorskur 23.433 22.980 -2 282.030 278.533 -1
Ýsa 3.944 7.595 93 40.617 58.961 45
Ufsi 7.473 6.159 -18 58.515 65.690 12
Karfi 7.245 5.805 -20 64.840 55.093 -15
Annar botnfiskafli 7.025 6.537 -7 35.807 31.524 -12
Flatfiskafli 2.195 1.859 -15 24.943 27.035 8
Uppsjávarafli 93.823 61.069 -35 747.848 585.582 -22
Síld 0 0 125.434 124.075 -1
Loðna 0 0 186.333 0
Kolmunni 93.783 60.855 -35 271.063 325.730 20
Makríll 40 214 434 165.017 135.777 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0
Skel-og krabbadýraafli 1.607 1.089 -32 10.990 12.216 11
Annar afli 0 1 35 1 -98

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Alltaf nóg að gera

Maður vikunnar að þessu sinni vinnur við að selja fisk, en hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 1971 þegar hann var á Barða NK...

thumbnail
hover

Opinn fundur hjá Marel

Mánudaginn 27. maí býður Marel öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið á opinn fund í höfuðstöðvum félagsins í ...

thumbnail
hover

Leggja til 22 breytingar á fiskeldisfrumvarpi

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi hefur verið afgreitt frá atvinnuveganefnd Alþingi.  ...