Fjórir heiðraðir í Grindavík

Sjómannadagurinn var að venju haldinn hátíðlegur í Grindavík og fjórir sjómenn heiðraðir fyrir störf sín í gegnum tíðina. Í ár voru það bræðurnir Gunnar og Eiríkur Tómassynir, Ásgeir Magnússon og Guðgeir Helgason sem voru heiðraðir. Páll Valur Björnsson sá um að lesa ágrip um heiðurssjómennina áður en þeir fengu heiðursmerki sjómannafélagsins í barminn og blómvönd.

Heiðrunin fór fram í sjómannamessunni sem haldin var í tilefni dagsins. Mikið fjölmenni var í kirkjunni en Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari. Kór Grindavíkurkirkju leiddi sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista og Páll Jóhannesson söng einsöng.

Sigurður Jónsson, skipsstjóri á Hrafni Sveinbjarnasyni GK 255 flutti ræðu og kom m.a. inn á störf sín hjá fyrirtækinu Þorbirni hf. Sagði hann litla starfsmannaveltu bera vott um það hversu gott væri að vinna fyrir útgerðina og að menn væru þar metnir að verðleikum. Stuðningur fyrirtækisins væri mikill gagnvart starfsmönnum þess og talaði hann þar sérstaklega um sjómennina. Hann kom inn á kjaraviðræður og þá staðreynd að stundum væru sjómenn samningslausir í langan tíma. Slíkt væri eðlilega ekki í boði. Sigurður ræddi samfélagið í Grindavík, hversu mikið væri að þakka fyrir og stundum þyrftum við aðeins að hægja á okkur og staldra aðeins við.

Á myndinni efst eru sjómennirnir sem voru heiðraðir ásamt konum sínum. Frá vinstri eru: Einar Hannes Harðarson formaður SVG, Gunnar Tómasson og Rut Óskarsdóttir, Svanfríður Sigurðardóttir og Ásgeir Magnússon, Eiríkur Tómasson og Katrín Sigurðardóttir, Guðgeir Helgason og Þórey Gunnþórsdóttir

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ræða sameiningu Vísis og Þorbjarnar

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyr...

thumbnail
hover

Fer í draumafríið um jólin

Maður vikunnar að þessu sinni er borinn og barnfæddur Dalvíkingur. Fyrsta launaseðilinn fékk fyrir útskipun á rækju hjá Söltunar...

thumbnail
hover

Bergey orðin blá

Bergey VE hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og verður skipið afhent hinum nýja eiganda á næstu dögum og mu...