Forstjóraskipti hjá Arnarlaxi

Forstjóraskipti verða hjá Arnarlaxi um áramótin. Kristian Matthíasson, fráfarandi forstjóri staðfesti það í samtali við bb.is í gærkvöldi. Kristian segir að hann og fjölskylda hans muni flytjast til Noregs næsta sumar. Björn Hembre mun taka við í byrjun janúar 2019 og segist Kristan hafa unnið að því með stjórninni að finna forstjóra í sinn stað. Björn er líffræðingur að mennt og hefur verið stjórnandi hjá laxeldisfyrirtækjum í Noregi. Kristian Matthíasson mun taka sæti föður síns Matthíasar Garðarssonar í stjórn Arnarlax og vinna að sérverkefnum fyrir fyrirtækið.
Frétt og mynd af bb.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin...

thumbnail
hover

Er að gera eitthvað skrýtið alla...

Maður vikunnar að þessu sinni er forfallinn stangveiðimaður og er leiðsögumaður á sumrin. Þar fyrir utan starfar hann hjá fyrirt...

thumbnail
hover

Nýr léttabátur fyrir Gæsluna

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíða...