Forstjóraskipti hjá Arnarlaxi

Forstjóraskipti verða hjá Arnarlaxi um áramótin. Kristian Matthíasson, fráfarandi forstjóri staðfesti það í samtali við bb.is í gærkvöldi. Kristian segir að hann og fjölskylda hans muni flytjast til Noregs næsta sumar. Björn Hembre mun taka við í byrjun janúar 2019 og segist Kristan hafa unnið að því með stjórninni að finna forstjóra í sinn stað. Björn er líffræðingur að mennt og hefur verið stjórnandi hjá laxeldisfyrirtækjum í Noregi. Kristian Matthíasson mun taka sæti föður síns Matthíasar Garðarssonar í stjórn Arnarlax og vinna að sérverkefnum fyrir fyrirtækið.
Frétt og mynd af bb.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...