Forstjóraskipti hjá Arnarlaxi

Forstjóraskipti verða hjá Arnarlaxi um áramótin. Kristian Matthíasson, fráfarandi forstjóri staðfesti það í samtali við bb.is í gærkvöldi. Kristian segir að hann og fjölskylda hans muni flytjast til Noregs næsta sumar. Björn Hembre mun taka við í byrjun janúar 2019 og segist Kristan hafa unnið að því með stjórninni að finna forstjóra í sinn stað. Björn er líffræðingur að mennt og hefur verið stjórnandi hjá laxeldisfyrirtækjum í Noregi. Kristian Matthíasson mun taka sæti föður síns Matthíasar Garðarssonar í stjórn Arnarlax og vinna að sérverkefnum fyrir fyrirtækið.
Frétt og mynd af bb.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...