-->

Frábær fiskur

Eins og svo oft áður verður þorskur fyrir valinu þegar uppskrift vikunnar er birt. Vetrarvertíðin stendur fram í maí samkvæmt gamalli hefð, en margt er breytt síðan þá. Nú fær þorskurinn meira að segja fæðingarorflof, þegar veiðar eru bannaðar á hrygningarslóðinni meðan hrygningin er í hámarki. Þó er nóg til af þorski og því bara upplagt að fá sér þorsk í matinn áður en veislan yfir páskana hefst. Þetta er einfaldur og hollur réttur fyrir fiskætur á öllum aldri, einfaldlega frábær fiskur.

Innihald:

 • 800 g þorskflök
 • 1 ½ msk sítrónusafi
 • 1 msk extra virgin ólífuolía
 • 2 – 4 geirar af hvítlauk, marðir og saxaðir smátt
 • 1 tsk fersk timian, sátt saxað
 • sjávarsalt
 • pipar
 • paprikuduft

Aðferð:

 1. Forhitið ofninn í 180° og takið til hæfilegt stórt ofanfast mót.
 2. Skerið flökin í hæfilega bita og leggið í mótið. Hellið olíunni yfir. Dreypið sítrónusafa yfir og stráið síðan hvítlauk og timian yfir. Kryddið með salti, pipar og paprikuduftinu.
 3. Bakið fiskinn í 13 – 17 mínútur, eða þar til hann er eldaður í gegn. Ausið safanum úr ofnfasta mótinu yfir fiskinn og berið fram með soðnum hrísgrjónum og salati að eigin vali.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffengur þorskur með hnetum

Sumum finnst fiskur dýr, en ekki má gleyma því að þegar flök eða hnakkar eru keyptir ferskir eða saltaðir, er nánast engin rýrnu...

thumbnail
hover

Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með...

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarr...

thumbnail
hover

Iðandi af ungu fólki

Síðustu vikur hefur húsnæði Brims verið iðandi af ungu fólki en Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík, hefur haft aðst...