Frábær fiskur

Eins og svo oft áður verður þorskur fyrir valinu þegar uppskrift vikunnar er birt. Vetrarvertíðin stendur fram í maí samkvæmt gamalli hefð, en margt er breytt síðan þá. Nú fær þorskurinn meira að segja fæðingarorflof, þegar veiðar eru bannaðar á hrygningarslóðinni meðan hrygningin er í hámarki. Þó er nóg til af þorski og því bara upplagt að fá sér þorsk í matinn áður en veislan yfir páskana hefst. Þetta er einfaldur og hollur réttur fyrir fiskætur á öllum aldri, einfaldlega frábær fiskur.

Innihald:

 • 800 g þorskflök
 • 1 ½ msk sítrónusafi
 • 1 msk extra virgin ólífuolía
 • 2 – 4 geirar af hvítlauk, marðir og saxaðir smátt
 • 1 tsk fersk timian, sátt saxað
 • sjávarsalt
 • pipar
 • paprikuduft

Aðferð:

 1. Forhitið ofninn í 180° og takið til hæfilegt stórt ofanfast mót.
 2. Skerið flökin í hæfilega bita og leggið í mótið. Hellið olíunni yfir. Dreypið sítrónusafa yfir og stráið síðan hvítlauk og timian yfir. Kryddið með salti, pipar og paprikuduftinu.
 3. Bakið fiskinn í 13 – 17 mínútur, eða þar til hann er eldaður í gegn. Ausið safanum úr ofnfasta mótinu yfir fiskinn og berið fram með soðnum hrísgrjónum og salati að eigin vali.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Uppskrift númer 305

Þorskurinn getur þvælst fyrir á stundum. Það er ekki alltaf auðvelt að sækja hann vegna veðurs og hann getur vafist fyrir í vinns...

thumbnail
hover

Geir bóndi sá eftirminnilegasti

Maður vikunnar er frá Malarrifi og er sjómaður á aflafleyinu Bárði SH 81. Hann stundar þar netaveiðar undirstjórn föður síns, e...

thumbnail
hover

Tilviljun að hafa lifað af

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Ægis er viðtal við Eyþór Björnsson, fiskistofustjóra, sem lenti í þremur slysum á sjómannsfe...