Fundað um uppsjávarfisk í Færeyjum

Einn af vinnufundum Alþjóða hafrannsóknaráðsins var haldinn í Færeyjum um síðustu mánaðamót. Það var Hafrannsóknastofnun Færeyja, sem var gestgjafi á fundinum, en þar fjölluðu 35 vísindamenn um stöðu stofna uppsjávarfiska.

Þátttakendur voru frá Færeyjum,, Íslandi, Noregi, Grænlandi, Rússlandi, Danmörku, Bretlandi, Írlandi, Holllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Portúgal. Farið var yfir stofnstærðarmat fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna. Einnig var farið yfir niðurstöður úr rannsóknaleiðöngrum og aflatölur, sem eru hluti af stofnstærðarmatinu.

Alþjóða hafrannsóknaráðið fer síðan yfir niðurstöður fundarins og sendir frá sér tillögur um hæfilegan hámarksafla þessara tegunda á fyrir næsta ár. Þær tillögur fyrir makríl og kolmunna verða kynntar opinberlega 28. september. Lengra verður í tillögurnar um síldina, þar nýtingaráætlun fyrir hana hefur ekki verið samþykkt af strandríkjunum. Tillögur um síldina verða væntanlega kynntar 22. október.

Þátttakendur á vinnufundi Alþjóða hafrannsóknaráðsins í Færeyjum.

Þátttakendur á vinnufundi Alþjóða hafrannsóknaráðsins í Færeyjum.

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...