Fyrirkomulag hrognkelsaveiða endurskoðað

Sjávarútvegsráðherra hefur boðað endurskoðun á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða.   Um miðjan maí skipaði hann starfshóp til þessa verkefnis.  Fulltrúi LS í starfshópnum er Örn Pálsson.  Auk hans eru í hópnum Jón Gunnarsson alþingismaður og Erna Jónsdóttir lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Í erindisbréfi um skipan starfshópsins segir að fara skuli „yfir veiðistjórn á hrognkelsaveiðum og gera rökstudda tillögu um breytingar til ráðherra, sjái starfshópurinn ástæðu til.  Starfshópurinn skal skila niðurstöðum til ráðherra fyrir 15. júlí 2018.“

„Á fundum hópsins hefur m.a. komið fram að það er vilji ráðherra að setja aflamark á grásleppu. Að gefnu tilefni þykir LS rétt á þessum tímapunkti að greina frá starfi hópsins enda um afar viðkvæmt mál að ræða og nauðsynlegt að allir sitji við sama borð er varðar upplýsingar m.a. um vilja ráðherra.  Rétt er að taka fram að niðurstaða hópsins liggur ekki fyrir.

Á næstu vikum er fyrirhugað að efna til skoðanakönnunar meðal handhafa grásleppuleyfa þar sem spurt verður um afstöðu til breytinga.  Hvort byggja eigi áfram á því veiðikerfi sem nú  er eða kvótasetningu,“ segir um stöðuna á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fisk-Seafood kaupir hlut Brims í VSV

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna...

thumbnail
hover

Margt til umræðu á aðalfundum félaga...

Aðalfundir svæðisfélaga LS standa nú sem hæst.  Félagsmenn eru hér með minntir á fundina og hvattir til að taka þátt í þeim....

thumbnail
hover

Íslenski fiskurinn í aðalhlutverki

Mikið var um að vera á Íslandsdögum (Islandtage) sem haldnir voru á hafnarsvæðinu í Bremerhaven, Þýskalandi dagana 29. ágúst ti...