Fyrstu nemendurnir ljúka stjórnendanámi

 

Fyrstu nemendurnir til að ljúka 5. og síðustu lotu stjórnendanáms á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skírteinum sínum sl. föstudag. Námið er samstarfsverkefni starfsmenntasjóðs Sambands stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins en Símenntun Háskólans á Akureyri sér um að halda utan um skráningu og kennslu. Um er að ræða fjarnám sem millistjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum eiga kost á að stunda með fullri vinnu.

„Millistjórnandinn hefur mun viðameira hlutverki að gegna en áður var. Það eru ótal þættir sem koma inn s.s. veikindi aðstandenda, fíknivandi, fjölmenning, kulnun í starfi og almenn vanlíðan starfsfólks. Allt þetta þarf millistjórnandinn að geta tekist á við ef ekki á illa að fara. Þetta nám, sem Samband stjórnendafélaga hafði forgöngu um, er að mínu mati mjög hagnýtt verkfæri fyrir alla þá sem hafa mannaforráð í fyrirtækjum,“ segir Stefán Guðnason, verkefnastjóri hjá Símenntun Háskólans á Akureyri.

„Þetta nám er frábært tækifæri fyrir millistjórnendur að leggja mat á eigin þekkingu, leikni og hæfni í starfi. Námið gagnast mjög vel og nemendur eru sammála um að þeir öðlast þekkingu í mannauðsstjórnun og leikni til að greina, bregðast við og meta árangur aðgerða er varðar undirmenn, aðstæður þeirra og líðan í starfi. Nemendur geta fengið styrk úr starfsmenntasjóði STF og SA sem stendur undir 80% kostnaðar og oft leggja fyrirtækin til það sem upp á vantar,“ segir Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga.

Á myndinni eru fyrstu nemendurnir til að ljúka fimmtu og síðustu lotu í stjórnendanámi Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skírteinum sínum sl. föstudag. Ljósm. Samband stjórnendafélaga.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ræða sameiningu Vísis og Þorbjarnar

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyr...

thumbnail
hover

Fer í draumafríið um jólin

Maður vikunnar að þessu sinni er borinn og barnfæddur Dalvíkingur. Fyrsta launaseðilinn fékk fyrir útskipun á rækju hjá Söltunar...

thumbnail
hover

Bergey orðin blá

Bergey VE hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og verður skipið afhent hinum nýja eiganda á næstu dögum og mu...