Gleðidagur fyrir þjóðina alla

„Ég vil óska öllum þeim sem komu að smíði þessa skips  á undanförnum árum stórkostlega til hamingju með daginn. Og sérstaklega HB Granda, starfsfólki félagsins og öllum þeim sem eiga eftir að njóta góðs af. Þetta er gleðidagur fyrir fyrirtækið en líka gleðidagur fyrir þjóðina alla.“

Svo sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, við móttöku Engeyjar í Reykjavík á föstudag. Hann rifjaði í ávarpi sínu upp komu fyrsta togarans sem smíðaður var fyrir Íslendinga fyrir um 100 árum síðan, Jóns forseta, sem hann sagði að markað hefði í raun upphaf iðnbyltingar á Íslandi. Árangurinn síðan hefði í raun verið ævintýralegur og eftir því tekið um allan heim. Við værum fremstir af þjóðum heims þegar kæmi að nýtingu sjávarauðlindarinnar og í fararbroddi í sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda.

Það væri því mikið gleðiefni fyrir hann nú, réttum 100 árum eftir að fyrsti nýsmíðaði togarinn kom til landsins  til að nýta auðlindina að núværi tekið á móti nýjasta togara okkar, Engey, þar sem íslenskt hugvit hafi leikið meginhlutverk í hönnun og smíði. Það væri ekki síður mikið fagnaðarefni að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti farið út í fjárfestingar eins og þessa, sem sé svo mikilvægt fyrir áframhaldandi verðmætasköpun við nýtingu auðlindarinnar. Við Íslendingar nýttum sjávarfang betur en aðrar þjóðir.

Bjarni ræddi síðan um starfsemi sem tengdist sjávarútveginum. „Tæknigeirinn í kringum sjávarútveginn samanstendur af um 80 fyrirtækjum sem velta um 65 milljörðum á ári. Starfsemi þessara fyrirtækja er ekki bara innan lands heldur einnig eru þessi fyrirtæki að selja þekkingu sína langt út fyrir landsteinana og skapa verðmæti með þeim hætti fyrir þjóðarbúið. Íslenskur sjávarútvegur er og verður ein af lykilstoðum íslensks efnahagslífs. Framþróun í sjávarútvegi er ekki eingöngu mikilvæg fyrir greinina sjálfa heldur einnig landið  allt.“

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð ýsa með chili, hvítlauk og...

Blessuð ýsan klikkar ekki. Hana er hægt að elda á óteljandi vegu allt frá því sjóða hana þverskorna upp í glæsilega veislurét...

thumbnail
hover

Byrjaði 9 ára í skreið hjá...

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er að öðrum ólöstuðum þekktari í heimi netagerðar á Íslandi en nokkur annar. Hann hefur unni...

thumbnail
hover

Ekki heimildir til að setja málið...

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla hans varðandi mögulega sáttaleið í ...