Góð veiði á Vestfjarðamiðum

Ísfisktogarinn Akurey AK kom til hafnar í Reykjavík í fyrradag með um 150 tonna afla. Skipið var að veiðum á Vestfjarðamiðum og segir skipstjórinn í veiðiferðinni, Magnús Kristjánsson, í samtali á heimasíðu HB Granda,  aflabrögðin hafa verið góð.

,,Þetta er blandaður afli en mest er af þorski. Hann fengum við á Strandagrunni en svo fórum við á Halann og fengum þar karfa og ufsa. Það er góð karfaveiði á Halanum og besti tíminn fer nú í hönd. Ef að líkum lætur verður fínasta karfaveiði á Halanum í ágúst og september,“ segir Magnús en vegna þessarar góðu karfaveiði hafa skip ekki þurft að leita fyrir sér á öðrum veiðisvæðum eins og í Víkurálnum.

Magnús segir veiðiferðina hafa staðið í tæpa fimm sólarhring. Blíðuveður var á miðunum við komuna en í fyrradag brældi hressilega með 20 m/s af suðvestri.

,,Við lentum því í brælu rétt í lokin en svo var stefnan sett á Reykjavík,“ segir Magnús Kristjánsson.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...