Góð veiði á Vestfjarðamiðum

Ísfisktogarinn Akurey AK kom til hafnar í Reykjavík í fyrradag með um 150 tonna afla. Skipið var að veiðum á Vestfjarðamiðum og segir skipstjórinn í veiðiferðinni, Magnús Kristjánsson, í samtali á heimasíðu HB Granda,  aflabrögðin hafa verið góð.

,,Þetta er blandaður afli en mest er af þorski. Hann fengum við á Strandagrunni en svo fórum við á Halann og fengum þar karfa og ufsa. Það er góð karfaveiði á Halanum og besti tíminn fer nú í hönd. Ef að líkum lætur verður fínasta karfaveiði á Halanum í ágúst og september,“ segir Magnús en vegna þessarar góðu karfaveiði hafa skip ekki þurft að leita fyrir sér á öðrum veiðisvæðum eins og í Víkurálnum.

Magnús segir veiðiferðina hafa staðið í tæpa fimm sólarhring. Blíðuveður var á miðunum við komuna en í fyrradag brældi hressilega með 20 m/s af suðvestri.

,,Við lentum því í brælu rétt í lokin en svo var stefnan sett á Reykjavík,“ segir Magnús Kristjánsson.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Venus á leið til Vopnafjarðar

Venus NS er nú á leið til heimahafnar á Vopnafirði með fyrsta kolmunnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan e...

thumbnail
hover

Drög að reglugerð um bann við...

Nú liggja fyrir á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um bann við álaveiðum sem áformað er að setja. Markmið með setn...

thumbnail
hover

Kolmunna landað í Neskaupstað og á...

Norska skipið Manon kom til Neskaupstaðar sl. föstudag með 1.900 tonn af kolmunna. Í kjölfar hans kom síðan Börkur NK á sunnudagsm...