Grillaður þorskur

Enn er það þorskur í matinn og það er ekki í kot vísað. Íslenskur gæðaþorskur, glænýr dreginn úr sjó í gær og kominn í búð í morgun  og á diskinn í kvöld. Ferskari og betri getur maturinn varla orðið. Nú stendur vertíðin sem hæst fram að páskastoppi og sjálfsagt að nýta sér það.
Við skelltum okkur á netið til að finna góða uppskrift og þessi er bæði einföld og góð. Flottur kvöldverður á köldum vetrardegi.

Innihald:

4 stykki af þorski, 200 g hvert
salt og pipar
1 tsk af hvítlauksdufti
1 bolli af gróft söxuðu spínati
2 tómatar fræhreinsaðir og skornir í teninga
1 saxaður laukur
½ dl ólífuolía
½ dl balsamic edik
4 sneiðar af mozzarella osti skornar í bita

Aðferð:

Forhitið útigrill eða bakaraofn upp í 180°C. Leggið þorsbitana hvern fyrir sig á álpappír og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti. Setjið spínatið, tómatbitana og laukinn ofan á og kryddið aftur með salti og pipar. Ýrið ólífuolíu og balsamic ediki yfir.
Lokið hverjum pakka fyrir sig þannig að gufa og safi haldist inni. Bakið í grillinu eða ofninum í 10 mínútur eða þar til þorskurinn fer að losna í flögur. Berið fiskinn fram í álpappírnum. Gott með hrísgrjónum, brauði og salati.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja með chili, hvítlauk og...

Heimskautableikja, sem oftast er einfaldlega kölluð bleikja, er laxfiskur sem dregur nafn sitt af rauðbleikum kvið og lifir nyrst allra ...

thumbnail
hover

Ofnsteikt lúða með salsa og kúskús

Lúða er ljúfmeti. Hún er drottning fiskanna og undirdjúpin eru hennar yfirráðasvæði. Að draga lúðu á færi þótti áður mikil...

thumbnail
hover

Tælenskar fiskibollur

Fiskibollur hafa lengi líklega verið einhver algengasti matur á borðum okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru komnir yfir ...