Grillaður þorskur

Enn er það þorskur í matinn og það er ekki í kot vísað. Íslenskur gæðaþorskur, glænýr dreginn úr sjó í gær og kominn í búð í morgun  og á diskinn í kvöld. Ferskari og betri getur maturinn varla orðið. Nú stendur vertíðin sem hæst fram að páskastoppi og sjálfsagt að nýta sér það.
Við skelltum okkur á netið til að finna góða uppskrift og þessi er bæði einföld og góð. Flottur kvöldverður á köldum vetrardegi.

Innihald:

4 stykki af þorski, 200 g hvert
salt og pipar
1 tsk af hvítlauksdufti
1 bolli af gróft söxuðu spínati
2 tómatar fræhreinsaðir og skornir í teninga
1 saxaður laukur
½ dl ólífuolía
½ dl balsamic edik
4 sneiðar af mozzarella osti skornar í bita

Aðferð:

Forhitið útigrill eða bakaraofn upp í 180°C. Leggið þorsbitana hvern fyrir sig á álpappír og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti. Setjið spínatið, tómatbitana og laukinn ofan á og kryddið aftur með salti og pipar. Ýrið ólífuolíu og balsamic ediki yfir.
Lokið hverjum pakka fyrir sig þannig að gufa og safi haldist inni. Bakið í grillinu eða ofninum í 10 mínútur eða þar til þorskurinn fer að losna í flögur. Berið fiskinn fram í álpappírnum. Gott með hrísgrjónum, brauði og salati.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Helgubleikja með humri

Hvort sem sumarið kemur eða ekki, þurfum við að borða. Og kannski er bara gott að hugga sig við góðan mat og hafa það kósý, þ...

thumbnail
hover

Maríneraður lax á grillið

Veðrið hefur óneitanlega áhrif á grillvertíðina á sumrin. Líklega er meira grillað fyrir norðan og austan um þessar mundir en su...

thumbnail
hover

Kryddsteiktur skötuselur með heitri ananas-sölsu

Skötuselurinn er með ljótari fiskum, en engu að síður þeim bragðbetri. Fegurð fiska og bragð fer sem sagt alls ekki saman. Skötus...