Grilluð keiluspjót með döðlum og baconi

Nú fáum við okkur keilu og uppskriftin er í boð Nóatúns. Því er bara að skella sér þangað og kaupa í matinn. Allt sem til þarf ætti að fast þar. Keila er afbragðs matfiskur þó hún hafi ekki notið mikilla vinsælda hér á landi, nema kannski hin síðari ár.  Við mælum með því þeir sem ekki hafa smakkað keiluna drífi í því sem first og prufi þessa fínu uppskrift, sem er fyrir fjóra.

Innihald:

800 gr keiluflök
1 poki steinlausar döðlur
8 ræmur beikon
1 paprika (rauð)
4 kirsuberjatómatar
1 msk karríduft
1 msk paprikuduft
1 msk hvítlauksduft
2 msk olía
salt
pipar

Aðferð:
Skerið fiskinn í hæfilega, jafnstóra bita. Blandið kryddunum og olíu saman og látið fiskbitana ligga í blöndunni í a.m.k 10 mín.
Vefjið beikoni utan um döðlurnar og þræðið ásamt fiskbitum, papriku og tómötum upp á spjót.
Grillið í u.þ.b. 10-15 mín., fer eftir stærð fiskbitanna.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Humarsalat með mangósósu og ristuðum furuhnetum

Humar og jarðaber koma oft upp í hugann, en sjaldan hvort tveggja í einu. Engu að síður er það staðreynd að þetta tvennt fer afsk...

thumbnail
hover

Gullkarfa ceviche

Karfi er í vaxandi mæli á matseðli okkar Íslendinga. Þetta er mjög góður matfiskur með nokkuð sérstakt bragð og hann fæst allt...

thumbnail
hover

Djúpsteiktur þorskur

Nú er það þorskur og hvers vegna ekki. Það er einhver besti matfiskur sem við eigum völ á og nóg höfum við af honum. Þessi upps...