Grilluð keiluspjót með döðlum og baconi

Nú fáum við okkur keilu og uppskriftin er í boð Nóatúns. Því er bara að skella sér þangað og kaupa í matinn. Allt sem til þarf ætti að fast þar. Keila er afbragðs matfiskur þó hún hafi ekki notið mikilla vinsælda hér á landi, nema kannski hin síðari ár.  Við mælum með því þeir sem ekki hafa smakkað keiluna drífi í því sem first og prufi þessa fínu uppskrift, sem er fyrir fjóra.

Innihald:

800 gr keiluflök
1 poki steinlausar döðlur
8 ræmur beikon
1 paprika (rauð)
4 kirsuberjatómatar
1 msk karríduft
1 msk paprikuduft
1 msk hvítlauksduft
2 msk olía
salt
pipar

Aðferð:
Skerið fiskinn í hæfilega, jafnstóra bita. Blandið kryddunum og olíu saman og látið fiskbitana ligga í blöndunni í a.m.k 10 mín.
Vefjið beikoni utan um döðlurnar og þræðið ásamt fiskbitum, papriku og tómötum upp á spjót.
Grillið í u.þ.b. 10-15 mín., fer eftir stærð fiskbitanna.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður fiskur með grænmeti og rjómaosti

Fiskur og aftur fiskur. Já, það er málið. Fiskur er hollasti matur sem við getum fengið, hrein náttúruafurð úr einhverjum hreinas...

thumbnail
hover

Fiskur í ljúffengri sósu 

Fiskréttir þurfa ekki að vera flóknir eða dýrir til að vera góðir. Það er bara að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og blanda...

thumbnail
hover

Saltfiskur með mangó chutney

Hér er uppskrift að einföldum saltfiskrétti sem kemur frá Albert Eldar. Hægt er að nota annan fisk en saltfisk í réttinn, ásamt ...