Grilluð keiluspjót með döðlum og baconi

Nú fáum við okkur keilu og uppskriftin er í boð Nóatúns. Því er bara að skella sér þangað og kaupa í matinn. Allt sem til þarf ætti að fast þar. Keila er afbragðs matfiskur þó hún hafi ekki notið mikilla vinsælda hér á landi, nema kannski hin síðari ár.  Við mælum með því þeir sem ekki hafa smakkað keiluna drífi í því sem first og prufi þessa fínu uppskrift, sem er fyrir fjóra.

Innihald:

800 gr keiluflök
1 poki steinlausar döðlur
8 ræmur beikon
1 paprika (rauð)
4 kirsuberjatómatar
1 msk karríduft
1 msk paprikuduft
1 msk hvítlauksduft
2 msk olía
salt
pipar

Aðferð:
Skerið fiskinn í hæfilega, jafnstóra bita. Blandið kryddunum og olíu saman og látið fiskbitana ligga í blöndunni í a.m.k 10 mín.
Vefjið beikoni utan um döðlurnar og þræðið ásamt fiskbitum, papriku og tómötum upp á spjót.
Grillið í u.þ.b. 10-15 mín., fer eftir stærð fiskbitanna.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Steikt rauðspretta með hvítlauk og rækjum

Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari er látinn. Fáir hafa eldað aðrar eins krásir úr fiskafurðum á starfsævinni og Úlfar. Í min...

thumbnail
hover

Bláskel í eplasíder

Þá mánuði sem r er í nafni mánaðarins, er nokkuð öruggt að óhætt er að borða bláskel sem týnd er á fjöru. Hina mánuðina ...

thumbnail
hover

Kínversk ýsa

„Hljómar skringilega kannski, kínversk ýsa, en þessi réttur er algjört nammi, algjör dekurýsa og alveg þess virði að prófa han...