Grískur gullkarfaréttur

Nú prófum við að elda karfa, þennan ágæta matfisk, sem þó er sjaldan á borðum okkar Íslendinga. Til að fá góða uppskrift leituðum við inn á netsíðuna Fiskur í matinn. Fiskur í matinn er vörulína frá Norðanfiski sem býður upp á ferskan fisk í notendavænum umbúðum og fæst í Bónus. Tegundir línunnar eru karfi, lax og þorskur. Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og neytendapakkningar. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og hjá því starfa um 30 manns.
Höfundur uppskriftar er Oddur Smári Rafnsson

Innihald:

  • 800 g gullkarfahnakkar
  • 100 g sólþurrkaðir tómatar
  • 100 g heilar, steinlausar ólífur
  • 3 hvítlauksgeirar úr olíu, saxaðir
  • 1 lúka klettasalat, saxað
  • 5 msk fetaostur (taka vel af olíunni með, þar sem að hún bragðbætir vel)
  • ½ rauð paprika skorin í teninga
  • 5 msk möndlur eða salthnetur, saxaðar
  • Salt og pipar

Aðferð:

Skerið karfann í bita og setjið í eldfast form og saltið og piprið smá. Saxið sólþurrkuðu tómatana, klettasalatið, hvítlaukinn og paprikuna og ristið saman á pönnu. Dreifið þessu jafnt yfir fiskinn, fetaostinum og söxuðu möndlurnar/hnetunum og hellið loks smávegis af olíunni af fetaostinum yfir réttinn. Eldið í 8–12 mín í 200°C heitum ofni.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin...

thumbnail
hover

Er að gera eitthvað skrýtið alla...

Maður vikunnar að þessu sinni er forfallinn stangveiðimaður og er leiðsögumaður á sumrin. Þar fyrir utan starfar hann hjá fyrirt...

thumbnail
hover

Nýr léttabátur fyrir Gæsluna

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíða...