Halldór Ármannsson formaður Siglingaráðs

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað Halldór Ármannsson fv. formann Landssambands smábátaeigenda til að gegna formennsku í siglingaráði.   Hlutverk siglingaráðs er að vera ráðherra til ráðuneytis um siglinga-, hafna- og öryggismál sjófarenda.

Helstu verkefni sem siglingaráð kemur að eru:

  • að móta tillögu að öryggisáætlun  sjófarenda með Samgöngustofu
  • að vinna að langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, ásamt því að hafa eftirlit með framgangi hennar og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem  að henni koma
  • að veita umsagnir um lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða siglinga- og hafnamál, ásamt EES- reglugerðum og innleiðingu þeirra
  • að veita umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun hvað varðar málefni siglinga og hafna
  • að stofna vinnuhópa um afmörkuð verkefni sem ráðið ákveður að ráðast í eða ráðherra felur því að vinna
  • að fjalla um önnur mál á sviði siglinga og hafna að ósk ráðherra eða einstakra  ráðsmanna.

Halldór tekur við formennsku af Ásbirni Óttarssyni fv. alþingismanni. Fulltrúi LS í ráðinu er Axel Helgason formaður. Frá þessu er sagt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda sem óskar Halldóri til hamingju með formennskuna, jafnframt sem fráfarandi formanni er þakkað fyrir sín störf.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin...

thumbnail
hover

Er að gera eitthvað skrýtið alla...

Maður vikunnar að þessu sinni er forfallinn stangveiðimaður og er leiðsögumaður á sumrin. Þar fyrir utan starfar hann hjá fyrirt...

thumbnail
hover

Nýr léttabátur fyrir Gæsluna

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíða...