Hátíð hafsins haldin í Reykjavík

Hátíð hafsins verður haldin í 21. sinn, dagana 1. og 2. júní, á Grandagarðinum. Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina, út á Grandagarð og að HB Granda. FaxaflóahafnirHB Grandi og Sjómannadagsráð standa sameiginlega að framkvæmd Hátíðar hafsins 2019 og eru meginstoðir hátíðarinnar.

Hátíðin samanstendur af Hafnardeginum og Sjómannadeginum og er haldinn í þeim tilgangi að gefa fjölskyldufólki tilefni til að heimsækja hafnarsvæðið í Reykjavík og kynnast hafnarstarfsemi, útgerð og störfum sjómanna. Tónlist, skemmtun og veitingastaðir á svæðinu gleðja gesti og gangandi með ýmsu góðgæti. Gamla höfnin iðar einfaldlega af lífi þessa helgi.

Frekari upplýsingar um dagskrá Hátíðar hafsins 2019, má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...