HB Grandi kaupir Ögurvík

HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf., kt. 430171-0469, Fiskislóð 14, 101 Reykjavík.  Seljandi hlutafjárins er Brim hf., kt. 410998-2629, Fiskislóð 14, 101 Reykjavík.

Kaupverðið er um 12,3 milljarðar króna (95 milljónir evra) en getur tekið leiðréttingum þegar niðurstaða fjárhagsuppgjörs félagsins miðað við 31. ágúst 2018 liggur fyrir. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar HB Granda hf. og hluthafafundar félagsins. Þá eru viðskiptin einnig háð samþykki Samkeppniseftirlitsins um samruna þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs. Jafnframt liggur fyrir vilji stjórnar HB Granda til að skoða sölu félagins á frystitogara sem nú er í smíðum á Spáni.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fisk-Seafood kaupir hlut Brims í VSV

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna...

thumbnail
hover

Margt til umræðu á aðalfundum félaga...

Aðalfundir svæðisfélaga LS standa nú sem hæst.  Félagsmenn eru hér með minntir á fundina og hvattir til að taka þátt í þeim....

thumbnail
hover

Íslenski fiskurinn í aðalhlutverki

Mikið var um að vera á Íslandsdögum (Islandtage) sem haldnir voru á hafnarsvæðinu í Bremerhaven, Þýskalandi dagana 29. ágúst ti...