HB Grandi kaupir Ögurvík

HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf., kt. 430171-0469, Fiskislóð 14, 101 Reykjavík.  Seljandi hlutafjárins er Brim hf., kt. 410998-2629, Fiskislóð 14, 101 Reykjavík.

Kaupverðið er um 12,3 milljarðar króna (95 milljónir evra) en getur tekið leiðréttingum þegar niðurstaða fjárhagsuppgjörs félagsins miðað við 31. ágúst 2018 liggur fyrir. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar HB Granda hf. og hluthafafundar félagsins. Þá eru viðskiptin einnig háð samþykki Samkeppniseftirlitsins um samruna þann sem kaupin leiða til. Kaupin verða fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs. Jafnframt liggur fyrir vilji stjórnar HB Granda til að skoða sölu félagins á frystitogara sem nú er í smíðum á Spáni.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Venus á leið til Vopnafjarðar

Venus NS er nú á leið til heimahafnar á Vopnafirði með fyrsta kolmunnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan e...

thumbnail
hover

Drög að reglugerð um bann við...

Nú liggja fyrir á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um bann við álaveiðum sem áformað er að setja. Markmið með setn...

thumbnail
hover

Kolmunna landað í Neskaupstað og á...

Norska skipið Manon kom til Neskaupstaðar sl. föstudag með 1.900 tonn af kolmunna. Í kjölfar hans kom síðan Börkur NK á sunnudagsm...