HB Grandi mun vinna grásleppu á Vopnafirði

Ákveðið hefur verið að hefja vinnslu á grásleppu hjá HB Granda á Vopnafirði, þegar vertíðin hefst síðar í vetur að lokinni loðnuvertíð, verði eitthvað af loðnuveiðum. Enginn kvóti hefur enn verið gefinn út á loðnuna en verksmiðjan er tilbúin til að taka á móti hráefni.

Magnús Róbertsson, framleiðslustjóri HB Granda, segir í samtali við Kvótann, að í grásleppunni sé um að ræða slægingu og söltun á hrognum líkt og gert hafi verið hjá dótturfélagi HB Granda á Akranesi, Vigni G. Jónssyni. Um verði að ræða vinnslu á grásleppu bæði fyrir austan og annars staðar af landinu, en hrognin verði síðan fullunnin á Akranesi.

Magnús Róbertsson, framleiðslustjóri HB Granda á Vopnafirði.

Hann segir að með þessu ættu flestir eða allir fastir starfsmenn HB Granda á Vopnafirði fá einhverja vinnu. Hann segir að einnig séu allaf allnokkur verkefni milli vertíða í uppsjávarvinnslunni, alls konar þrif og frágangur og síðan undirbúningur. Með þessu ásamt grásleppunni vonist hann því til að föst og stöðug vinna verði fyrir flesta ef ekki alla fasta starfsmenn. Vissulega  séu ennfremur vissir möguleikar í stöðunni, svo sem vinnsla á grálúðu en þar sé ekkert ákveðið.

„Við erum svona að hugsa og skoða og reyna að finna út hvað sé best að gera.  Ég er bara bjartsýnn um að á komandi misserum verði næg vinna. Ég heyri ekki annað en að það sé fullur vilji hjá stjórnendum HB Granda að svo verði,“ segir Magnús.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ræða sameiningu Vísis og Þorbjarnar

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyr...

thumbnail
hover

Fer í draumafríið um jólin

Maður vikunnar að þessu sinni er borinn og barnfæddur Dalvíkingur. Fyrsta launaseðilinn fékk fyrir útskipun á rækju hjá Söltunar...

thumbnail
hover

Bergey orðin blá

Bergey VE hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og verður skipið afhent hinum nýja eiganda á næstu dögum og mu...