-->

HB Grandi semur við ÚR um kaup á sölufélögum

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hefur gengið að því kauptilboði og hafa félögin undirritað kaupsamninga. Öll hin keyptu félög eru í fullri eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur hf., sem er þannig seljandinn í viðskiptunum.

Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljónum evra fyrir allt hlutafé allra framangreindra félaga. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna HB Granda hf. og Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. sem og samþykkt hluthafafundar HB Granda hf., en fyrirhugað er að kaupverðið verði greitt með útgáfu 133.751.606 nýrra hluta í HB Granda hf. til Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. Þetta samsvarar aukningu hlutafjár um 7,3% sem aftur myndi leiða til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. myndi eftir viðskiptin eiga samtals 42,31% heildarhlutafjár í HB Granda hf. Unnin verður áreiðanleikakönnun á hinum keyptu félögum og skýrsla um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðsins.

Umrædd félög hafa staðið að sölu íslenskra sjávarútvegsafurða á Asíu markaði allt frá árinu 1989. Sölufélögin seldu á síðasta ári rúmlega 38.000 tonn af sjávarafurðum. Velta félaganna nam samtals 146 milljónum evra. Hagnaður eftir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 4,2 milljónum evra. Bókfært eigið fé félaganna er 11,5 milljónir evra.

Tilgangur kaupanna er að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Humar fyrir hátíðir

Neysluvenjur yfir jól og áramót breytast stöðugt. Við sem eldri erum vöndumst við lambahrygg, hangikjöt og svið. En þrátt fyrir ...

thumbnail
hover

Með 17 konum á snyrtilínunni

Fyrsta daginn sem maður vikunnar að þessu sinni var að vinna í fiski 15 ára gamall var hann settur á snyrtilínuna þar sem 17 konur ...

thumbnail
hover

Fylltu skipið af karfa og ufsa

Að undanförnu hafa togarar ekki fiskað neitt sérstaklega vel á miðunum við landið en annað slagið hafa þó komið ágæt skot. Sm...