Heilfrysting á smálaxi með lokaðan munn var skrítin

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er Bergþóra Gísladóttir. Hún er upphaflega frá Þorlákshöfn en stundar sína vinnu hjá Íslandsbleikju, sem vinnslustjóri í Sandgerði. Hún segist vera sérstaklega hrifin af því góða hráefni sem bleikjan er. Þess má svo geta að Íslandsbleikja er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum og selur afurðir sínar á markaði vestan hafs og austan.

Nafn?

Bergþóra Gísladóttir.

Hvaðan ertu?

Þorlákshöfn.

Fjölskylduhagir?

Gift Hjalta Bogasyni og við eigum 5 börn.

Hvar starfar þú núna?

Íslandsbleikju ehf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fyrir um 13 árum síðan.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn,  mikil tækniþróun og þetta góða hráefni sem bleikjan er.

En það erfiðasta?

Hef ekki enn lent í þeim erfiðleikum sem ekki er hægt að leysa.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ætli það hafi ekki verið heilfrysting á smálaxi og krafa kaupanda að hann væri með lokaðan munn, gekk ekki vel.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir.

Hver eru áhugamál þín?

Samvera með skemmtilegu fólki  og  aðeins farin að dunda við golfið.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Hreindýr og  humar.

Hvert færir þú í draumfríið?

Sól!

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Í skrúfustærðinni liggur olíuhundurinn grafinn

Nýr ísfiskstogari Vinnslustöðvarinnar, Breki, gerir gott betur en að uppfylla væntingar útgerðar og áhafnar til skipsins í fyrstu ...

thumbnail
hover

Marel gengur frá kaupum á MAJA

Marel tilkynnti 25. júlí síðastliðinn að fyrirtækið hefði samþykkt kaup á MAJA, þýskum framleiðenda matvinnslubúnaðar. Samke...

thumbnail
hover

Tvöfalda framleiðslu á hrognkelsum

Fyrirtækið Ocean Matters í Wales hefur nú í hyggju að tvöfalda eldi sitt á hrognkelsi eftir að hafa tryggt sér fjármögnun upp á...