Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán bátar eru komnir með meðalafla á dag yfir einu tonni. Samkvæmt lista á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda er Hlökk ST aflahæst með 39,5 tonn og meðalafla á dag 1.315 kíló af óslægðri grásleppu.

Mjög misjafnt er hve marga veiðidaga bátarnir eru komnir með en leyfilegur fjöldi veiðidaga í ár er 44 dagar. Sömuleiðis er misjafnt hvenær bátarnir hafa byrjað veiðarnar, en þær máttu hefjast 20. mars síðastliðinn.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...