Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán bátar eru komnir með meðalafla á dag yfir einu tonni. Samkvæmt lista á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda er Hlökk ST aflahæst með 39,5 tonn og meðalafla á dag 1.315 kíló af óslægðri grásleppu.

Mjög misjafnt er hve marga veiðidaga bátarnir eru komnir með en leyfilegur fjöldi veiðidaga í ár er 44 dagar. Sömuleiðis er misjafnt hvenær bátarnir hafa byrjað veiðarnar, en þær máttu hefjast 20. mars síðastliðinn.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Alltaf nóg að gera

Maður vikunnar að þessu sinni vinnur við að selja fisk, en hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 1971 þegar hann var á Barða NK...

thumbnail
hover

Opinn fundur hjá Marel

Mánudaginn 27. maí býður Marel öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið á opinn fund í höfuðstöðvum félagsins í ...

thumbnail
hover

Leggja til 22 breytingar á fiskeldisfrumvarpi

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi hefur verið afgreitt frá atvinnuveganefnd Alþingi.  ...