Hörpuskelfiskur í hvítvíni

Hörpuskel er herramanns matur, ef manni leyfist að segja svo á tímum kvenréttindabaráttu í hámarki. En svona hafa menn lengi tekið til orða og gera kannski enn, þó úrelt sé. Það eru nefnilega ekki endilega herramenn sem borða góðan mat. Það gera heldur ekki bara hefðarfrúr, heldur allt mannfólkið. Allir vilja góðan mat og veita sér það eftir föngum.
Hörpuskel er kjörin sælkeraréttur þegar fólk vill gera vel við sig og hana má matreiða á ýmsa vegu. Helsta kúnstin við eldamennskuna er að gæta þess að ofelda ekki skelbitann og heldur ekki krydda um of, því þá tapast bragðgæðin og skelfiskurinn getur orðið seigur. En hvað með það, þessa fínu uppskrift fundum við inn á gömlu uppskriftasíðunum hjá Mjólkursamsölunni. Hún er einföld en virkilega góð og við mælum með henni til veisluhalda og rómantísks kvöldverðar fyrir ástfangið fólk á öllum aldri. Kveikja á kertum og setja Bryan Ferry á fóninn og njóta stundarinnar.

Innihald:

20           stk hörpuskelfiskur

2,5          dl hvítvín dl

50           g smjör

50           g hveiti

0,5          dl rjómi dl

100         g rækjur frosnar

0,25        tsk salt

Aðferð:

Hitið hvítvínið að suðu. Sjóðið skelfiskinn í víninu í 3 mín., takið hann upp úr víninu. Bakið upp sósu úr smjöri og hveiti. Þynnið með víni og rjóma. Hafið sósuna frekar þykka. Bætið skelfisknum og frosnum rækjunum út í, og látið þetta standa í nokkrar mín., áður en þið saltið. Berið réttinn fram með ristuðu brauði eða smjördeigshornum.
Fínt af hafa afganginn af hvítvíninu með matnum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Helgubleikja með humri

Hvort sem sumarið kemur eða ekki, þurfum við að borða. Og kannski er bara gott að hugga sig við góðan mat og hafa það kósý, þ...

thumbnail
hover

Maríneraður lax á grillið

Veðrið hefur óneitanlega áhrif á grillvertíðina á sumrin. Líklega er meira grillað fyrir norðan og austan um þessar mundir en su...

thumbnail
hover

Kryddsteiktur skötuselur með heitri ananas-sölsu

Skötuselurinn er með ljótari fiskum, en engu að síður þeim bragðbetri. Fegurð fiska og bragð fer sem sagt alls ekki saman. Skötus...