Hraðinn, fjölbreytnin og fólkið

Rammi hf. er með starfsemi á Siglufirði og í Þorlákshöfn. Vinnur humar, rækju og bolfisk í landi og á sjó. Það er því í mörg horn að líta í gæðamálunum, en maður vikunnar á Kvótanum í dag er einmitt gæðastjóri Ramma, Þóra Ýr Árnadóttir. Hún er ættuð úr þorpinu á Akureyri, en langar til að verja draumafríinu í afskekktu fjallaþorpi á Ítalíu.

Nafn?

Þóra Ýr Árnadóttir.

Hvaðan ertu?

Úr þorpinu á Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Eiginmaður, Helgi Jónasson, og 2 börn.

Hvar starfar þú núna?

Gæðastjóri hjá Ramma.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði að vinna sem ráðgjafi fyrir matvælaframleiðendur 2011. Hef verið starfsmaður Ramma í rúm 2 ár.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Hraðinn, fjölbreytnin og fólkið. Sem gæðastjóri verð ég líka að taka fram að fá hrós frá ánægðum kaupendum, um gæði vörunnar, verður aldrei þreytt.

En það erfiðasta?

Fúllyndir úttektaraðilar (sem betur fer ekki mikið af þeim).

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að vera beðin að taka af borðum svo að „kallarnir“ geti hafið fundinn sinn. Að sjálfsögðu var þetta allt misskilningur og ég beðin afsökunar í bak og fyrir.  

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég verð að segja Jón Jóhannesson, hann var hafsjór af vitneskju.

Hver eru áhugamál þín?

Ferðalög, lestur góðrar bókar og að sjálfsögðu „world peace“.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Fajitas með sjófrystum þorkshnökkum.

 Hvert færir þú í draumfríið?

Afskekkt fjallaþorp á Ítalíu þar sem ég ætla að eyða tíma mínum í að labba um götur, læra ítölsku og fara í matreiðslukennslu hjá gömlum þorpsbúa.  

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Venus á leið til Vopnafjarðar

Venus NS er nú á leið til heimahafnar á Vopnafirði með fyrsta kolmunnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan e...

thumbnail
hover

Drög að reglugerð um bann við...

Nú liggja fyrir á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um bann við álaveiðum sem áformað er að setja. Markmið með setn...

thumbnail
hover

Kolmunna landað í Neskaupstað og á...

Norska skipið Manon kom til Neskaupstaðar sl. föstudag með 1.900 tonn af kolmunna. Í kjölfar hans kom síðan Börkur NK á sunnudagsm...