Hrefna Karlsdóttir nýr starfsmaður SFS

Hrefna Karlsdóttir er nýr starfsmaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hrefna er vel kunn sjávarútvegi en hún starfaði m.a. annars hjá Ábyrgum Fiskveiðum. Hrefna mun starfa sem sérfræðingur í málefnum er varðar fiskveiðistjórnun innanlands sem og alþjóðamálum.

Hrefna Karlsdóttir

Hrefna lauk doktorsgráðu í hagsögu frá Gautaborgarháskóla þar sem hún rannsakaði fiskveiðisamninga innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Hrefna starfaði hjá Hagstofu Íslands, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu við sjávarútvegsmál, m.a. fiskveiðistjórnun innanlands og fiskveiðisamninga við erlend ríki og á Veiðieftirlitssviði Fiskistofu.

Samtökin bjóða Hrefnu velkomna til starfa.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Alltaf nóg að gera

Maður vikunnar að þessu sinni vinnur við að selja fisk, en hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 1971 þegar hann var á Barða NK...

thumbnail
hover

Opinn fundur hjá Marel

Mánudaginn 27. maí býður Marel öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið á opinn fund í höfuðstöðvum félagsins í ...

thumbnail
hover

Leggja til 22 breytingar á fiskeldisfrumvarpi

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi hefur verið afgreitt frá atvinnuveganefnd Alþingi.  ...