Hröð handtök í slægingu

Það eru hröð handtökin hjá þeim, sem sjá um slægingu, hausun og vinnslu á söltuðum aukaafurðum fyrir Vísi hf. í Grindavík. Þórarinn Kr. Ólafsson fer þar fremstur í flokki og hefur sér til fulltingis 4 til 8 menn og stefnir í að alls verði 10 til 12 manns þar í vinnu í vetur.

Þegar kvótinn leit þar við í gær, var verið að slægja afla dagróðrabátanna Daðeyjar og Sævíkur, samtals um 8 tonn og var ríflega helmingur þess fínasta ýsa. Þórarinn segir að auk þess að slægja afla þessara tveggja báta, slægi þeir einnig fisk, sem keyptur óslægður á fiskmarkaði og hausi fisk, sem sendur er hausaður og slægður utan. Þá séu þeir líka í söltun á afskurði og þunnildum, sem seld séu til Suður-Evrópu.

20180912_111414Myndir Hjörtur Gíslason.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fisk-Seafood kaupir hlut Brims í VSV

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna...

thumbnail
hover

Margt til umræðu á aðalfundum félaga...

Aðalfundir svæðisfélaga LS standa nú sem hæst.  Félagsmenn eru hér með minntir á fundina og hvattir til að taka þátt í þeim....

thumbnail
hover

Íslenski fiskurinn í aðalhlutverki

Mikið var um að vera á Íslandsdögum (Islandtage) sem haldnir voru á hafnarsvæðinu í Bremerhaven, Þýskalandi dagana 29. ágúst ti...