Hröð handtök í slægingu

Það eru hröð handtökin hjá þeim, sem sjá um slægingu, hausun og vinnslu á söltuðum aukaafurðum fyrir Vísi hf. í Grindavík. Þórarinn Kr. Ólafsson fer þar fremstur í flokki og hefur sér til fulltingis 4 til 8 menn og stefnir í að alls verði 10 til 12 manns þar í vinnu í vetur.

Þegar kvótinn leit þar við í gær, var verið að slægja afla dagróðrabátanna Daðeyjar og Sævíkur, samtals um 8 tonn og var ríflega helmingur þess fínasta ýsa. Þórarinn segir að auk þess að slægja afla þessara tveggja báta, slægi þeir einnig fisk, sem keyptur óslægður á fiskmarkaði og hausi fisk, sem sendur er hausaður og slægður utan. Þá séu þeir líka í söltun á afskurði og þunnildum, sem seld séu til Suður-Evrópu.

20180912_111414Myndir Hjörtur Gíslason.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Lax með feta og fleiru

Þó laxveiðin í ám landsins hafi gengið illa í sumar og Hafró hafi hvatt veiðimenn til að sleppa sem flestum veiddum löxum, er nó...

thumbnail
hover

Makrílvertíð að hefjast hjá Síldarvinnslunni

Nú er makrílvertíðin að hefjast hjá Síldarvinnslunni en gert hefur verið ráð fyrir að vinnsla á makrílnum hæfist 20. júlí og...

thumbnail
hover

Vigdís heilsaði upp á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hitti nöfnu sína skilvinduna í fiskimjölsverksmiðju VSV á dögunum og urðu þar ...