Hröð handtök í slægingu

Það eru hröð handtökin hjá þeim, sem sjá um slægingu, hausun og vinnslu á söltuðum aukaafurðum fyrir Vísi hf. í Grindavík. Þórarinn Kr. Ólafsson fer þar fremstur í flokki og hefur sér til fulltingis 4 til 8 menn og stefnir í að alls verði 10 til 12 manns þar í vinnu í vetur.

Þegar kvótinn leit þar við í gær, var verið að slægja afla dagróðrabátanna Daðeyjar og Sævíkur, samtals um 8 tonn og var ríflega helmingur þess fínasta ýsa. Þórarinn segir að auk þess að slægja afla þessara tveggja báta, slægi þeir einnig fisk, sem keyptur óslægður á fiskmarkaði og hausi fisk, sem sendur er hausaður og slægður utan. Þá séu þeir líka í söltun á afskurði og þunnildum, sem seld séu til Suður-Evrópu.

20180912_111414Myndir Hjörtur Gíslason.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Venus á leið til Vopnafjarðar

Venus NS er nú á leið til heimahafnar á Vopnafirði með fyrsta kolmunnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan e...

thumbnail
hover

Drög að reglugerð um bann við...

Nú liggja fyrir á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um bann við álaveiðum sem áformað er að setja. Markmið með setn...

thumbnail
hover

Kolmunna landað í Neskaupstað og á...

Norska skipið Manon kom til Neskaupstaðar sl. föstudag með 1.900 tonn af kolmunna. Í kjölfar hans kom síðan Börkur NK á sunnudagsm...