Humar fátæklingsins

Nú er úr vöndu að ráða. Humarstofninn í algjöru lágmarki, verð hátt og framboð væntanlega minnkandi. En þorskurinn gæti bjargað því. Þorskstofninn er í fínu standi. Þá er bara að bjarga sér og skipta humrinum út fyrir þorsk og fara leiðir „fátæklingsins“. Þorskurinn er kannski ekkert ódýr, en miklu ódýrari en humarinn. Þessi leið er eins einföld og hugsast getur en býsna góð, þegar að er gáð.

Innihald:

  • Fjórir þorskbitar, helst hnakkar, um 200 g hver
  • Salt og sítrónupipar
  • 4 msk smjör

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°

  • Setjið fiskstykkin í eldfast mót og kryddið með salti og sítrónupipar
  • Bakið fiskinn í um 15 mínútur eða þar til hann er bakaður í gegn og skjótið smá grilli á hann síðustu mínúturnar
  • Bræðið smjörið við vægan hita.
  • Hellið um einni matskeið af smjörinu yfir hvert stykki. Berið fram með ristuðu hvítlauksbrauði og góðu salati

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...