Humar fátæklingsins

Nú er úr vöndu að ráða. Humarstofninn í algjöru lágmarki, verð hátt og framboð væntanlega minnkandi. En þorskurinn gæti bjargað því. Þorskstofninn er í fínu standi. Þá er bara að bjarga sér og skipta humrinum út fyrir þorsk og fara leiðir „fátæklingsins“. Þorskurinn er kannski ekkert ódýr, en miklu ódýrari en humarinn. Þessi leið er eins einföld og hugsast getur en býsna góð, þegar að er gáð.

Innihald:

  • Fjórir þorskbitar, helst hnakkar, um 200 g hver
  • Salt og sítrónupipar
  • 4 msk smjör

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°

  • Setjið fiskstykkin í eldfast mót og kryddið með salti og sítrónupipar
  • Bakið fiskinn í um 15 mínútur eða þar til hann er bakaður í gegn og skjótið smá grilli á hann síðustu mínúturnar
  • Bræðið smjörið við vægan hita.
  • Hellið um einni matskeið af smjörinu yfir hvert stykki. Berið fram með ristuðu hvítlauksbrauði og góðu salati

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...