Humar og rjúpur í uppáhaldi

Maður vikunnar að þessu sinni er Akureyringar, sem byrjaði að vinna í fiski 16 ára. Hún er nú verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringar. Henni finnst fjölbreytileikinn í starfinu bæði skemmtilegur og krefjandi.

Nafn ?

Sólveig Sigurjónsdóttir.

Hvaðan ertu ?

Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Gift Sigurði Jónssyni,  yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri, við  eigum einn son Sigurjón Fannar 28 ára.  

Hvar starfar þú núna?

Er verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

16 ára.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn í starfi, það er bæði skemmtilegt og krefjandi.

En það erfiðasta?

Hef ekki lent í þeim erfiðleikum sem ekki er hægt að leysa.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í  störfum þínum?

Ég hef lent í ýmsum  skrýtnum atvikum en ekkert eitt sem stendur upp úr.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir og góðir vinnufélagar, ekki sanngjarnt að gera upp á milli þeirra.

Hver eru áhugamál þín?

Spila golf og ferðast.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Humar og rjúpur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Tælands.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frost, funi og allt þar á...

Starfsmenn Hafnareyrar frysta og sjóða, landa fiski og skipa út fiski, smíða úr tré og járni og sinna ótal mörgu öðru sem upp m...

thumbnail
hover

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar um borð í r/s Ár...

thumbnail
hover

Binni tvítugur (í starfi)

Samstarfsfólk á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar bar í síðustu viku þessa líka fínu súkkulaðiköku á borð í tilefni af tvítugs...