Humarsúpan frá Blómsturvöllum stendur uppúr

 

Segja má að maður vikunnar á Kvótanum að þessu sinni sé siglfirskur Akureyringur. Hann byrjaði mjög ungur að vinna við fiskeldi hjá föður sínum og við annan sjávarútveg um tvítugt. Nú er hann markaðsstjóri hjá Slippnum á Akureyri. Fjölskyldan, fótbolti og útivera eru áhugamálin og hann langar til að fara til Ástralíu.

Nafn?

Magnús Blöndal Gunnarsson.

Hvaðan ertu?

Ég er frá Akureyri en á ættir að rekja til Siglufjarðar.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Sylvíu Kolbrá Hákonardóttir og saman eigum við eins árs strák.

Hvar starfar þú núna?

Ég er markaðsstjóri hjá Slippnum á Akureyri.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði mjög ungur að vinna við fiskeldi hjá föður mínum en byrjaði ekki að vinna í sjávarútvegi fyrr en um tvítugt.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin og þróunin.

En það erfiðasta?

Ekkert sem er beint erfitt, en umræðan um íslenskan sjávarútveg getur stundum verið þreytandi, sérstaklega þegar aðilar sem hafa takmarkað vit á greininni eru að tjá sig.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ekkert sem stendur upp úr.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Fiskeldiskóngurinn Gunnar Blöndal fær þennan titil skuldlaust.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, fótbolti og útivera.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Humarsúpan frá Blómsturvöllum er ægilega góð.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég væri til í að fara til Ástralíu.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...