Hvíldartími seiða til umræðu

Umhverfisstofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna fráviks hjá Arnarlaxi:

„Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax fékk áform um áminningu frá Umhverfisstofnun vegna fráviks 16. júlí sl. er varðaði ónógan hvíldartíma seiða í sjókvíum. Um lágmarkshvíld er getið í starfsleyfi. Arnarlax sendi inn úrbótaáætlun í kjölfarið þar sem fyrirtækið óskaði eftir undanþágu um hvíldartíma til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Umhverfisstofnun sendi inn umsögn vegna óskar Arnarlax um undanþágu eins og reglur segja til um. Þar er m.a. bent á að ákvæði um hvíldartíma varði bæði starfsleyfi og rekstrarleyfi. Rekstraraðili óskaði eftir heimild Matvælastofnunar til útsetningar seiða og var sú heimild veitt. Umhverfisstofnun bendir á að rekstraraðili þarf að starfa í samræmi við ákvæði beggja leyfa sbr. og álit um mat á umhverfisáhrifum og mælir stofnunin ekki með því að undanþágan verði veitt. Niðurstaða ráðuneytisins við ósk Arnarlax hefur enn ekki borist stofnuninni en Umhverfisstofnun telur mikilvægt að leyst verði úr álitaefninu áður en stofnunin tekur ákvörðun um næstu skref í málinu. Ef vöktunargögn kölluðu á bráðaviðbrögð hefði ferill málsins orðið annar.

Umhverfisstofnun tekur stjórnsýslulegt eftirlitshlutverk sitt sem og margvíslegt hlutverk stofnunarinnar í náttúruvernd alvarlega. Stofnunin starfar eftir lögum og vinnur eftir skráðum reglum og verkferlum.“

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...