-->

Ítölsk saltfiskveisla á Baccalá Bar

Ektafiskur Bakkalá Bar saltfiskur minni
Það var mikið um að vera á Baccalá Bar á Hauganesi síðastliðinn föstudag, en þá var haldið sérstakt ítalskt þemakvöld. Á boðsstólnum voru ítalskar kræsingar eldaðar úr saltfiski og sáu hvorki meira en fimm stórsöngvarar ásamt uppistandara um að halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi.
Veitingastaðurinn Baccalá Bar var opnaður 16. maí síðastliðinn og samkvæmt eiganda staðarins, Elvari Reykjalín, hafa margir lagt leið sína þangað til að sjá og upplifa staðinn.
Ektafiskur Bakkalá Bar 1 minni
Fleiri ámóta viðburðir verða haldnir á næstu vikum og mánuðum að sögn Elvars með fleiri óvæntum uppákomum. Opið verður á Baccalá Bar frá kl. 11 til 17 alla daga í sumar, staðurinn er einnig opinn fram eftir kvöldi ef hópar panta þjónustu.
Myndir og texti eru fengin af heimasíðunni http://thorgeirbald.123.is/

 

 

Attachments

Comments are closed.