Jákvæð áhrif þangextrakts í matvæli og húðkrem

Þriggja ára norrænu verkefni um lífvirkni bóluþangs sem styrkt var af Nordic Innovation er að ljúka um þessar mundir. Verkefninu (Seaweed bioactive ingredients with verified in-vivo bioactivities) var stýrt af Matís og unnið í samvinnu við rannsóknastofnunina VTT í Finnlandi, Háskóla Íslands, Háskólanum í Kristianstad og fyrirtækin Marinox (framleiðandi extrakts úr bóluþangi), FinnSnack (framleiðandi rúgvara), Pharmia (þróun og framleiðsla fæðubótaefna) og UNA skincare (framleiðandi húðvara).

Aðdragandi verkefnisins var að fyrirtækið Marinox hafði þróað nýjar aðferðir til að framleiða extrakt úr bóluþangi (Fucus vesiculosus), með mikla lífvirkni samkvæmt prófunum í tilraunaglösum (in-vitro). Þetta skapaði tækifæri innan matvæla og snyrtivöruiðnaðar, en fyrst þurfti að staðfesta lífvirknina með frekari prófunun, þ.e.a.s. hvort þangextraktið hefði mælanleg áhrif á heilsu manna. Í verkefninu var því lögð áhersla á að rannsaka áhrif þess að taka inn þangextraktið og nota húðkrem sem inniheldur þangextrakt. Vörur sem innihalda þangextraktið voru þróaðar og prófaðar innan verkefnisins, og viðbrögð neytenda við þangextrakti og notkun þess sem fæðubótaefni og sem innihaldsefni í matvörum voru rannsökuð.

Niðurstöður prófana sýndu fram á jákvæð áhrif þess að nota þangextraktið og í heildina má segja að þangextraktið hafi góða möguleika sem fæðubótaefni, sem innihaldsefni í matvæli og húðkrem. Markaðsrannsókn sem framkvæmd var innan verkefnisins veitti einnig frekari innsýn í markaðsþróun og markaðstækifæri fyrir þang, og sem ásamt öðrum niðurstöðum verkefnisins, mun styðja fyrirtækin innan verkefnisins í þeirra næstu skrefum.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frost, funi og allt þar á...

Starfsmenn Hafnareyrar frysta og sjóða, landa fiski og skipa út fiski, smíða úr tré og járni og sinna ótal mörgu öðru sem upp m...

thumbnail
hover

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar um borð í r/s Ár...

thumbnail
hover

Binni tvítugur (í starfi)

Samstarfsfólk á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar bar í síðustu viku þessa líka fínu súkkulaðiköku á borð í tilefni af tvítugs...