Kári kúrir í fjöruborðinu

Vel fer um gamla trébátinn Kára SH 78 þar sem hann kúrir í fjöruborðinu neðan við kirkjuna í Stykkishólmi, enda fallegur og vel við haldið. Hann hefur lokið hlutverki sínu sem bátur til veiða í atvinnuskyni, en við því hafa nýrri bátar tekið. Hann hallar aðeins undir flatt og bíður í rólegheitum eftir því að fljóti undir hann á flóðinu, svo hann eigi möguleika á því að komast út aftur, þegar vel viðrar eins og þessa dagana.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Aukinn útflutningur frá Færeyjum

Færeyingar fluttu utan fisk og fiskafurðir á síðasta ári að verðmæti 141 milljarður íslenskra króna Það er 9% meira en á ári...

thumbnail
hover

Erum að skapa verðmæti

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kringum okkur,“ segir J...

thumbnail
hover

Loðnufrysting fyrir Japani hafin af fullum...

Seinni partinn í gær lauk vinnslu á loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en hluti af afla hans fór í fry...