Kerecis á vinnustofu vestan hafs

Kerecis er íslenskt fyrirtæki sem notar fiskiroð til að græða sár en fyrirtækið var með vinnustofu hjá American Professional Wound Care Association (APWCA) í Baltimore í Bandaríkjunum dagana 6. til 8. september. Þátttakendur flökkuðu á milli vinnustofa og fengu fræðslu um hvernig fiskiroð getur grætt sár.

Kerecis hefur fundið út að þessar Omega 3 fitusýrur sem finnast í roðinu græða húðfrumur manna á náttúrulegan hátt sem gera það að verkum að nýjar húðfrumur verða til. Hægt er að meðhöndla ýmis sár, líkt og brunasár, hefðbundin sár sem og sár sem stafa af sykursýki. Það sem hjálpar til í þessu ferli er uppbygging fiskiroðsins og hina fituríku Omega 3 sýrur. Fiskiroð er mikið líkara mannshúð en aðrar dýrategundir varðandi þetta ferli og hentar einkar vel, auk þess sem Omega 3 fitusýrur eru í miklum mæli í fiskiroði og eru þær sýrur góðar á margan hátt.

Auk þessara vinnustofa voru fjölmargir fyrirlestrar og kynningar á ráðstefnunni. Meira en fimmtíu rannsóknir hafa verið gerðar varðandi þessa fiskiroðsnotkun Kerecis. Nýleg rannsókn sýndi að með því að meðhöndla sár með aðferð Kerecis þá gréru þau fyrr og betur. Vörurnar frá Kerecis eru viðurkenndar af heilbrigðiseftirlitum í Bandaríkjunum og Evrópu og eru fáanlegar í Bandaríkjunum, á Íslandi, í Þýskalandi og mörgum öðrum Evrópulöndum sem og í Asíu.

Aðferð Kerecis var fundin upp af forstjóra fyrirtækisins, Guðmundi Fertram Sigurjónssyni og kemur fiskiroðið frá villtum þorski sem veiðist við Ísland. Framleiðslan fer fram í verksmiðjum á Íslandi.
Frétt fengin af bb.is

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...