Kóríander ýsa með salsahrísgrjónum og pistasíuhnetum

Ýsa er bæði fallegur og bragðgóður fiskur og þess vegna í miklu uppáhaldi hjá okkur Íslendingum. Reyndar vöndumst við kannski líka á að borða hana vegna þess að hún var ekki útflutningsvara eins og þorskurinn og því oftast nóg af henni. En hverju sem því líður er ýsan virkilega góður fiskur, sem má elda á óteljandi vegu. Hún var reyndar góð þverskorin með roði og beinum með soðnum kartöflum og hamsatólg, en löngu kominn tími til að breyta til. Sennilega væri hægt að hafa ýsu í matinn tvisvar í viku allt árið án þess að fá leið á henni. Það snýst bara um matseldina. Þess vegna leggjum við nú til að prufa þennan flotta rétt, en uppskrift að honum er að finna í matreiðslubók Hagkaups, Léttir réttir Hagkaups. Við gamla settið elskum ýsu eins og krakkarnir segja og fáum aldrei nóg af henni.

Innihald:

1,2 kg ýsa, beinhreinsuð og roðflett
1-2 msk ólífuolía
salt
Salsa:

350 g hýðishrísgrjón
700 ml vatn
2 rauð greipaldin, afhýdd og skorin í bita
1 mangó, afhýtt, steinhreinsað og skorið í bita
1 granatepli
1/3 autt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
safi úr 1 límónu
2-3 vorlaukar, saxaðir.

Kóríanderolía:

handfylli af fersku kóríander
1 dl ólífuolía
½ tsk salt

Aðferð:

Sjóðið hýðishrísgrjónin samkvæmt pakkningu og kælið stutta stund. Blandið ávöxtunum saman við ásamt chili-aldininu, vorlauknum og safanum úr límónunni.
Hitið ofninn í 180°C. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og hellið ólífuolíunni ofan á. Skerið fiskinn í bita og raðið á plötuna. Stráið örlitlu af saltflögum yfir og bakið í 7 mínútur, örlítið lengur ef sneiðarnar eru þykkar.
Vinnið saman kóríander og ólífuolíu í matvinnsluvél og saltið. Setjið salsahrísgrjónin á disk og leggið fiskstykki yfir. Hellið u.þ.b. 1 msk af kóríanderolíu yfir og stráið að lokum pistasíuhnetum yfir.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sítrónufiskur fyrir 4

Fiskur og aftur fiskur, en aldrei eins. Hvorug þessi fullyrðing er sennilega rétt. En gott er að borða fisk oft í viku og fjölbreytil...

thumbnail
hover

Snöggsteiktur hörpudiskur með spergli og litlum...

Nú er það veisla. Tilraunaveiðar á hörpudiski hefjast á ný í haust og því upplagt að vera með uppskrift að hörpudiski. Við l...

thumbnail
hover

Þorskur með mosarella og tómötum

Nú skellum við okkur í þorskinn í tilefni fiskveiðiáramótanna. Við höfum þetta bara einfalt og gott og njótum þess borða fersk...