Kryddsteiktur skötuselur með heitri ananas-sölsu

Skötuselurinn er með ljótari fiskum, en engu að síður þeim bragðbetri. Fegurð fiska og bragð fer sem sagt alls ekki saman. Skötuselur veiðist við Ísland og hefur útbreiðslusvæði hans verið að færast vestur með landinu og norður fyrir með hlýnandi sjó. Skötuselurinn er veiddur í sérstök net, en hann kemur einnig sem meðafli við togveiðar, einkum humarveiðar.

Eins og áður sagði er þetta bragðgóður fiskur með mjög þétt hold og minnir um margt á humar. Hann má elda á ótal vegu, en þessa uppskrift fundum við í Matreiðslubók Nýkaupa – að hætti Sigga Hall.

Innihald:

800 g skötuselur tilsnyrtur og skorinn í 8 jafnar sneiðar
1 dl hveiti
tsk karrí
1 tsk papríkuduft
salt og hvítur pipar úr kvörn
1 heill ananas, flysjaður, kjarnhreinsaður og skorinn í bita
1 msk kornolía
1-2 skalott-laukar, saxaðir

4-6 hvítlauksgeirar, saxaðir
1-2 stk chilli-pipar kjarnhreinsaður og skorinn í sneiðar
½ cummin-duft (ekki kúmen)
1 tsk karrí
2 dl fisk- eða kjúklingasoð
1 tsk hlynsíróp
salt og hvítur pipar úr kvörn
1 msk söxuð kóreander-lauf

Aðferð:

Blandið saman hveiti, karrí og papríkudufti. Veltið skötuselnum upp úr því og steikið við meðalhita á pönnu í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið.
Léttsteikið ananasbitana, skalott-laukinn, hvítlaukinn og chilli-piparinn upp úr kornolíunni. Stráið þar yfir karrí og cummen-dufti. Hellið soðinu yfir og bætið aðeins með hlynsírópinu. Látið allt malla saman í örstutta stund og saltið og piprið að smekk. Að lokum er nýsöxuðum kóreanderblöðunum bætt út í.
Berið fram með stökku blaðsalati og soðnum, venjulegum hrísgrjónum.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Helgubleikja með humri

Hvort sem sumarið kemur eða ekki, þurfum við að borða. Og kannski er bara gott að hugga sig við góðan mat og hafa það kósý, þ...

thumbnail
hover

Maríneraður lax á grillið

Veðrið hefur óneitanlega áhrif á grillvertíðina á sumrin. Líklega er meira grillað fyrir norðan og austan um þessar mundir en su...

thumbnail
hover

Þorskur með mozzarella og tómötum

Þorskurinn er alltaf góður, ferskur og fallegur nánast beint upp úr bátnum í flökun og á diskinn okkar. Það er óvíða sem hægt...