-->

Landburður af þorski og ýsu í Færeyjum

Landanir á þorski og ýsu í Færeyjum halda áfram að aukast á þessu ári. Fyrstu fjóra mánuði þess var landað 10.060 tonnum af þorski, sem er aukning um 3.552 tonn, eða 55%. Ýsuafli nú varð 3.226 tonn, sem er aukning um ríflega þúsund tonn, eða 47%.

Ufsaaflinn heldur hins vegar áfram að dragast saman. Nú bárust 6.699 tonn á land, en 8.871 tonn á sama tíma í fyrra. Það er samdráttur um fjórðung. Af öðrum botnfiski bárust nú á land tæp 2.500 tonn, sem er samdráttur um 969 tonn eða 28%.

Flatfiskaflinn hefur á hinn bóginn farið vaxandi og var nú landað 1.577 tonnum af honum. Það er vöxtur um 18%. Þar munar mestu um skötusel, en af honum bárust nú að landi 763 tonn, sem er aukning um 497 tonn eða 187%.

Verðmæti landaðs afla annars en uppsjávartegundum og sjófrystum fiski jókst um 18,6% og varð alls um 7 milljarðar íslenskra króna. Af því skilar þorskurinn langmestu, eða 3,8 milljörðum. Það er meira en helmingur heildarinnar. Aukin verðmæti stafa að mestu af hagstæðari tegundasamsetningu fremur en hærra fiskverði. Hlutfall dýrari fisktegunda eins og þorsks, ýsu og skötusels fer hækkandi á kostnað ufsans sem er mun ódýrari tegund.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...

thumbnail
hover

Annir í Sjávarklasanum

Síðustu dagar í Sjávarklasanum hafa verið annasamir við móttöku gesta. Gestir frá Kyrrahafinu með sjávarútvegsráðherra Fiji í...