Langa með grænmeti og kerfilsósu

Langa er fiskur sem ber nafn með rentu, er bæði löng og mjó. Hún getur orðið allt að tveir metrar að lengd og sú lengsta sem veiðst hefur hér við land, var einmitt tveir metrar og veiddist í mars 1972 út af Kópanesgrunni. Langan veiðist í Atlantshafi, allt frá ströndum Portúgals í suðri og norður í Hvítahaf, allt í kringum Ísland, við sunnanvert Grænland og Nýfundnaland í vestri.
Langan er prýðilegur matfiskur, en mest af henni er flutt utan ferskt, en einnig er hún söltuð. Við Íslendingar höfum ekki borðið mikið af henni í gegnum tíðina, en neysla hennar hefur farið vaxandi með fjölbreyttari matarmenningu síðustu árin. Víða í Evrópu er hún sértaklega eftirsóttur fiskur og vinsæl á veitingastöðum. Þessa séríslensku uppskrift fundum við í bókinni Fiskréttir Hagkaupa, en þar er að finna 235 afbragðs uppskriftir að fiski.

Innihald:

800 g lönguflök
100 g hveiti
2-3 msk smjörlíki
40 g gulrætur
40 g blaðlaukur
40 g kúrbítur
40 g sykurbaunir
40 g paprika

Aðferðin:

Skerið lönguflökin í 4 eða 8 hæfilega stóra bita og veltið upp úr hveiti. Skerið gulrætur, blaðlauk, kúrbít og papriku í strimla. Steikið lönguna í smjörlíki á pönnu í 2-3 mín. Snúið við og bætið niðurskorna grænmetinu og sykurbaununum á pönnuna og steikið áfram í 2-3 mín.

Kerfilsósa:

½ laukur
2 dl hvítvín
2 dl rjómi
200 g smjör
salt
2 msk íslenskur kerfill

Aðferðin:

Afhýðið laukinn, saxið fínt og snöggsteikið í smjörlíki í potti. Bætið hvítvíni út í og sjóðið niður um helming. Hellið rjómanum saman við og sjóðið þar til sósan fer að þykkna. Takið pottinn af hellunni, pískið smjörinu, sem á að vera við stofuhita, saman við sósuna og smakkið til með salti. Bætið að lokum smátt söxuðum kerfli út. Setjið sósuna á diska, síðan fiskinn og loks grænmetið.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð ýsa með chili, hvítlauk og...

Blessuð ýsan klikkar ekki. Hana er hægt að elda á óteljandi vegu allt frá því sjóða hana þverskorna upp í glæsilega veislurét...

thumbnail
hover

Humarsalat með mangósósu og ristuðum furuhnetum

Humar og jarðaber koma oft upp í hugann, en sjaldan hvort tveggja í einu. Engu að síður er það staðreynd að þetta tvennt fer afsk...

thumbnail
hover

Gullkarfa ceviche

Karfi er í vaxandi mæli á matseðli okkar Íslendinga. Þetta er mjög góður matfiskur með nokkuð sérstakt bragð og hann fæst allt...