Langar til Balí

Skipstjórinn Haraldur Björn Björnsson, eða Halli Bangsa, eins og hann er venjulega kallaður er maður vikunnar á Kvótanum í dag. Hann er skipstjóri á beitningarvélarbátnum Gísla Súrssyni og hafa þeir að undanförnu verið að róa fyrir austan. Þeir eru reyndar búnir að fá kallið heim til Grindavíkur, en það hefur veður til þess að sigla bátum þangað. Í gær voru þeir að fara inn á Reyðarfjörð og þar á að taka bátinn upp. Kom leki með hliðarskrúfunni hjá þeim. Halli er búinn að vera með bátinn meira og minna frá 2006. „Þetta hefur alltaf gengið vel, maður sloppið slysalaust í gegn um þetta,“ segir hann.

Nafn?

Haraldur Björn Björnsson.

Hvaðan ertu?

Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Á kærustu og á þrjá syni með Söndru Munch, sem nú er látin.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri á Gísla Súrssyni.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

16 ára sem háseti á Þorsteini GK.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þegar vel gengur að veiða.

En það erfiðasta?

Það eru vökurnar. Maður getur ekki alltaf sofnað þegar maður hefur tækifæri til þess.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég stend á gati með það eins og er.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru nú margir. Erfitt að gera upp á milli þeirra, svo ég geri það ekki.

Hver eru áhugamál þín?

Þeim hefur fækkað, en það er bara almenn útivist. Svo blundar alltaf smá bíladella í manni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambalæri.

Hvert færir þú í draumfríið?

Eitthvert til Asíu, kannski bara Balí.

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Aukinn útflutningur frá Færeyjum

Færeyingar fluttu utan fisk og fiskafurðir á síðasta ári að verðmæti 141 milljarður íslenskra króna Það er 9% meira en á ári...

thumbnail
hover

Erum að skapa verðmæti

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kringum okkur,“ segir J...

thumbnail
hover

Loðnufrysting fyrir Japani hafin af fullum...

Seinni partinn í gær lauk vinnslu á loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en hluti af afla hans fór í fry...