-->

Lax fyrir elskendur á öllum aldri

Nú bjóðum við upp á einfaldan en ljúffengan rétt. Það er bakaður eða grillaður lax í álböggli með ananas og hunangssmjöri. Við höfum bæði bakað hann í ofni og á grillinu, en þegar grillið er notað þarf að gæta þess að það sé ekki of heitt. Þessi uppskrift er fyrir tvo og hentar vel ástföngnu fólki á öllum aldri við kertaljós, hvítvín og ljúfa tónlist.

Innihald:

2 góðir roðlausir bitar úr laxaflaki um 200 g hvor

4 stór hvítlauksrif marin og söxuð

Búnt af ferskri steinselju

2 sneiðar ananas

1 dl hunang

2 msk ferskur sítrónusafi

Salt og svartur pipar

100 g smjör

Aðferð:

1 Hitið ofninn í 200° eða gerið grillið klárt.

  1. Bræðið smjörið í litlum potti á lágum hita. Bætið hunangi, hvítlauk og sítrónusafa út í. Hrærið þar til hunangið hefur blandast smjörinu vel. Bætið út í einni matskeið af saxaðri steinselju. Blandið vel saman og leggið til hliðar.
  2. Klippið út tvo búta af álpappír, nógu stóra til að hægt sé að pakka inn í þá ananassneið og laxabita. Leggið ananasinn í miðjuna og piprið. Leggið laxinn ofan á og hellið hunangssmjöri yfir. Kryddið með salti og pipar og stráið svolitlu af saxaðri steinselju yfir.
  3. Lokið álbögglunum og hafið smá loftrými að ofan. Leggið bögglana á bökunarplötu eða í ofnfast mót eða í grillið, og bakið í 10 til 15 mínútur. Opnið bögglana og berið fram með meðlæti að eigin vali, hrísgrjónum eða nýjum soðnum kartöflum og fersku salati og afganginum af hunangssmjörinu. Gott kælt hvítvín hentar mjög vel með þessum einfalda en ljúffenga rétti.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...