-->

Leggja til 44 veiðidaga á grásleppunni

Grásleppuveiðar hófust á öllum svæðum 20. mars sl. nema í innanverðum Breiðafirði þar sem veiðin hefst að venju 20. maí.  Búið er að virkja 96 leyfi á móti 84 leyfum á sama tíma 2018. Aflabrögð hafa verið heldur slakari og nemur samdrátturinn um 30% í afla hvern veiðidag.

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að grásleppuafli fari ekki umfram 4.805 tonn, sem er um 14% minnkun milli ára.

Í dag fundaði grásleppunefnd LS um horfur á yfirstandandi vertíð og dagafjölda vertíðarinnar.  Á fundinum var ákveðið að leggja til við ráðuneytið að veiðidagarnir verði 44, sem er sami dagafjöldi og var á síðustu vertíð.  Til grundvallar niðurstöðu nefndarinnar eru aflatölur og þróun  síðustu vertíða skoðaðar í samhengi við upphaf yfirstandandi vertíðar og ráðgjöf Hafró með það að markmiði að veiðin verði sem næst ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...

thumbnail
hover

Annir í Sjávarklasanum

Síðustu dagar í Sjávarklasanum hafa verið annasamir við móttöku gesta. Gestir frá Kyrrahafinu með sjávarútvegsráðherra Fiji í...