Leggja til 44 veiðidaga á grásleppunni

Grásleppuveiðar hófust á öllum svæðum 20. mars sl. nema í innanverðum Breiðafirði þar sem veiðin hefst að venju 20. maí.  Búið er að virkja 96 leyfi á móti 84 leyfum á sama tíma 2018. Aflabrögð hafa verið heldur slakari og nemur samdrátturinn um 30% í afla hvern veiðidag.

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að grásleppuafli fari ekki umfram 4.805 tonn, sem er um 14% minnkun milli ára.

Í dag fundaði grásleppunefnd LS um horfur á yfirstandandi vertíð og dagafjölda vertíðarinnar.  Á fundinum var ákveðið að leggja til við ráðuneytið að veiðidagarnir verði 44, sem er sami dagafjöldi og var á síðustu vertíð.  Til grundvallar niðurstöðu nefndarinnar eru aflatölur og þróun  síðustu vertíða skoðaðar í samhengi við upphaf yfirstandandi vertíðar og ráðgjöf Hafró með það að markmiði að veiðin verði sem næst ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...