-->

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mestu rekja til lítils uppsjávarafla, en í júní 2019 veiddist enginn uppsjávarafli samanborið við tæp 10,8 þúsund tonn í júní 2018. Botnfiskafli nam 28,5 þúsund tonnum og dróst saman um 12% miðað við sama mánuð í fyrra.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júlí 2018 til júní 2019 var 1.080 þúsund tonn sem er samdráttur um 15% miðað við sama tímabil ári fyrr.

Afli í júní, metinn á föstu verðlagi, var 17,1% minni en í júní 2018 samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fiskafli
  Júní Júlí-júní
2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 65 54 -17,1
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 47.244 31.697 -33 1.265.932 1.080.336 -15
Botnfiskafli 32.313 28.504 -12 475.207 489.019 3
Þorskur 17.933 14.835 -17 279.499 276.142 -1
Ýsa 2.370 1.828 -23 40.985 59.099 44
Ufsi 4.088 5.348 31 56.622 68.756 21
Karfi 4.095 3.389 -17 63.397 54.168 -15
Annar botnfiskafli 3.827 3.105 -19 34.703 30.854 -11
Flatfiskafli 3.428 2.715 -21 26.013 25.925 0
Uppsjávarafli 10.769 0 753.569 553.879 -26
Síld 3 0 125.392 124.072 -1
Loðna 0 0 186.333 0
Kolmunni 10.766 0 277.420 293.771 6
Makríll 0 0 164.424 136.036 -17
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0 -92
Skel-og krabbadýraafli 735 477 -35 11.129 11.511 3
Annar afli 0 0 14 1 -91

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Humar fyrir hátíðir

Neysluvenjur yfir jól og áramót breytast stöðugt. Við sem eldri erum vöndumst við lambahrygg, hangikjöt og svið. En þrátt fyrir ...

thumbnail
hover

Með 17 konum á snyrtilínunni

Fyrsta daginn sem maður vikunnar að þessu sinni var að vinna í fiski 15 ára gamall var hann settur á snyrtilínuna þar sem 17 konur ...

thumbnail
hover

Fylltu skipið af karfa og ufsa

Að undanförnu hafa togarar ekki fiskað neitt sérstaklega vel á miðunum við landið en annað slagið hafa þó komið ágæt skot. Sm...