Lítill makrílafli

Makrílvertíðin fer hægt af stað. Aðeins er búið að landa 25.700 tonnum samtals samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Kvótinn í ár er 145.000 tonn. Veiðin að undanförnu hefur mest verið vestur af landinu og yfir í lögsögu Grænlands.

Það eru aflareynsluskipin sem komin eru með bróðurpartinn af aflanum, eða 21.700 tonn. Fjögur skip eru búin að landa meiru en 2.000 tonnum og eru það Guðrún Þorkelsdóttir SU, Venus NS, Víkingur AK og Vilhelm Þorsteinsson EA.
Aðeins tvö vinnsluskip hafa landað afla hingað til, en það eru skip Þorbjarnar í Grindavík, Gnúpur og Hrafn Sveinbjarnarson. Eins og áður hefur mikill hluti aflaheimilda vinnsluskipanna verið fluttur yfir á aflareynsluskipin, eða ríflega helmingur nú þegar, samtals 11.400 tonn.
Skip án vinnslu hafa ekki hafið veiðar og munu líklega ekki gera það frekar en á síðasta ári. Heimildir þeirra eru að mestu fluttar yfir á aflareynsluskipin.
Varla er hægt að segja að smábátar hafi hafið veiðar. Skráður afli á þá er aðeins um 102 tonn, en heimildir þeirra eru tæplega 6.000 tonn.
Líklega er meiri afli í pípunum, en fram er komið á aflastöðulistanum.

Á myndinni er verið að landa makríl úr Hrafni Sveinbjarnarsyni í Grindavík. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Met í fjölda útkalla

Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hef...

thumbnail
hover

Húsfyllir í jólakaffi VSV

Svo fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar að þessu sinni að sumir fengu ekki sæti og urðu að standa en kvörtuðu samt hv...

thumbnail
hover

Auknar tekjur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar

Tekjur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar hafa þrefaldast frá 2011 til 2019. Tekjurnar voru um 110 milljónir króna árið 2011 en eru áæ...