Loðnubrestur dregur heildaraflann niður

Landaður afli íslenskra skipa í mars var 118.448 tonn sem er 25% minni afli en í mars 2018. Aflasamdrátturinn skýrist nær eingöngu af minni loðnuafla en engin loðna veiddist í mars samanborið við tæp 82 þúsund tonn í mars 2018. Rúmlega þreföldun í kolmunnaafla nær ekki að vega upp aflabrestinn í loðnu, en kolmunnaafli í mars var rúm 64 þúsund tonn. Botnfiskafli nam 52 þúsund tonnum í febrúar og minnkaði um 2% miðað við sama mánuð 2018.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá apríl 2018 til mars 2019 var tæplega 1.306 þúsund tonn sem er aukning um 6% miðað við sama tímabil ári fyrr. Aukningin er vegna meiri botn- og flatfiskafla og samdráttur í uppsjávarafla er minni en vænta má vegna meiri kolmunnaafla.

Afli í mars, metinn á föstu verðlagi, var 15,6% minni en í mars 2018.

Fiskafli
Mars Apríl-mars
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 121 102 -15,6
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 157.279 118.448 -25 1.231.927 1.305.644 6
Botnfiskafli 53.301 52.034 -2 472.647 489.925 4
Þorskur 31.565 31.309 -1 276.674 278.988 1
Ýsa 4.143 6.154 49 40.628 55.344 36
Ufsi 6.341 5.469 -14 57.009 67.004 18
Karfi 6.960 5.547 -20 64.471 56.577 -12
Annar botnfiskafli 4.292 3.555 -17 33.866 32.012 -5
Flatfiskafli 2.420 1.592 -34 24.112 27.371 14
Uppsjávarafli 100.969 64.433 -36 724.926 618.336 -15
Síld 0 0 125.434 124.075 -1
Loðna 81.698 0 186.333 0
Kolmunni 19.271 64.433 234 247.649 358.658 45
Makríll 0 0 165.510 135.603 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0 -92
Skel-og krabbadýraafli 589 390 -34 10.207 12.734 25
Annar afli 0 0 35 0

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...