Marel: Þróun tilboða og verðbils í útboði

Með tilvísun í tilkynningu félagsins frá 28. maí 2019 um birtingu lýsingar og upphaf tilboðstímabils (e. bookbuilding period) og áskriftartímabils (e. application period), hefur Marel (með Euronext/Nasdaq Iceland auðkennið: MAREL) fengið þær upplýsingar frá alþjóðlegum umsjónaraðilum útboðsins að  tilboð og áskriftir hafi borist fyrir fullum fjölda þeirra hluta sem boðnir eru til sölu í útboðinu, að meðtöldum valrétti til að mæta umframeftirspurn, á hvaða verði sem er innan hins leiðbeinandi verðbils (e. throughout the indicative price range).

Eins og áður hefur komið fram er áætlað að áskriftartímabili í almenna útboðinu ljúki þann 5. júní 2019 kl. 15:30 að íslenskum tíma og að tilboðstímabili í lokaða útboðinu ljúki þann 6. júní 2019 kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Alþjóðlegir umsjónaraðilar (e. Joint Global Coordinators) útboðsins og skráningarinnar í Euronext kauphöllina í Amsterdam eru Citi og J.P. Morgan. Sameiginlegir sölutryggjendur (e. Joint Bookrunners) eru ABN Amro, ING og Rabobank. Sameiginlegir aðalumsjónaraðilar (e. Joint Lead Managers) og umsjónaraðilar almenns útboðs á Íslandi eru Arion banki og Landsbankinn. Sameiginlega er vísað til umsjónaraðila, sameiginlegra sölutryggjenda og aðalumsjónaraðila sem „umsjónaraðilanna“. STJ Advisors eru óháðir fjármálaráðgjafar Marel í tengslum við útboðið og skráninguna í Euronext í Amsterdam.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...