Maríneraður lax á grillið

Veðrið hefur óneitanlega áhrif á grillvertíðina á sumrin. Líklega er meira grillað fyrir norðan og austan um þessar mundir en sunnan og vestan. En hvað um það, það má alltaf komast í skjól með grillið ef þörf er á. Lax hentar einstaklega vel á grillið og er hann líka eins konar sumarboði, þegar hann byrjar að veiðast í ánum. Það hefur þó kannski breyst eftir að eldislax er í boði allan ársins hring og á viðráðanlegu verði. Því er bara að skella sé í búðina og kaupa það sem til þarf í þessa einföldu en góðu uppskrift og gera góðan kvöldverð.

Innihald:

3 dl sæt chilli sósa
Safi úr tveimur límónum
½ dl sojasósa
4 stykki af laxi, um 180 gr hvert
2 vorlaukar
4 límónubátar

Aðferð:

  1. Útbúið maríneringu í stórri skál. Blandið chillisósunni, límónusafanum og sojasósunni saman. Geymið 1 dl af maríneringunni til að pensla laxinn áður og eftir að hann hefur verið grillaður.
  2. Setjið laxastykkin í stóran plastpoka með rennilás og hellið maríneringunni í hann og lokið. Látið laxinn marínerast í 3 klukkustundir í ísskáp eða yfir nótt.
  3. Þegar laxinn er full maríneraður er kveikt á grillinu og það stillt á mikinn hita. Penslið grillgrinda og laxinn með matarolíu. Berið einnig maríneringu á laxinn. Grillið laxinn í 3 til mínútur á hvorri hlið.
  4. Takið laxinn af grillinu og  penslið með því sem eftir er af maríneringunni. Klippið vorlaukinn yfir laxinn. Berið hann fram með límónubátunum, fersku salati og soðnum kartöflum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...