Með tvo veitingavagna á Suðurnesjum

Maður vikunnar byrjaði að vinna átta ára í fiski, en var reyndar rekinn sama dag. Sjávarútvegurinn hefur engu að síður verið starfsvettvangur hans með ýmsum hætti og nú selur hann sjávarfang, fisk og franskar úr veitingavögnum.

Nafn:

Ég heiti Jóhann Issi Hallgrímsson

Hvaðan ertu?

Uppalinn í Grindavík.

Fjölskylduhagir:

Hamingjusamlega giftur Hjördísi Guðmundsdóttir og sameiginlegur barnahópur er 5 uppkomin, en engin barnabörn, svo vitað er um…… hehehe

Hvar starfar þú núna?

Ég rek, og á tvo veitingavagna sem eru á Suðurnesjum. Annar er fastur á Fitjum í Reykjanesbæ og hinn er notaður í önnur tækifæri, fer á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og sel fish & chips. Einnig hef ég farið með vagninn í brúðkaup, afmæli, hádegismat í fyrirtæki og fer um páskana í Vogana þar sem fermingarbarnið heimtar að hafa vagninn í veislunni. Gaman af því…..

Hvenær hófstu vinnu við sjávarútveg?

Ég hóf vinnu frekar ungur eða um 8 ára aldur að vinna við sjávarútveg, þá hjá Palla heitnum í Vísi, sem reynda rak mig sama dag (var eitthvað óþekkur)…..hehe annars byrjaði ég að fullu 13 ára með grunnskóla og eftir það lá leiðin 16 ára gamall á sjó.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það skemmtilegasta við að vinna í sjávarútveg er hvaða tækifæri bjóðast hverju sinni, þetta er jú að mínu mati besta hráefni í heimi, íslenskur fiskur.

En erfiðast?

Það erfiðasta er að missa af öllum viðburðum hjá fjölskyldunni vegna sjómennsku og einnig starfsöryggi ofl…

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þegar veðurfréttir eru hunsaðar og ætt er út á sjó og legið í vari vegna veðurs.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Eftirminnilegasti vinnufélaginn….  þessi er erfið, ætli að það sé ekki hann Kolbeinn Marínóson sem hafði mest áhrif á mig í byjun minnar sjómennsku, og hans sem skipstjóri.

Hver eru áhugamál þín?

Áhugamál eru fyrir utan vinnuna, sem á að vera áhugamál, annars er ekki gaman í vinnunni. Golf !

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Uppáhaldsmatur er að sjálfssögðu fish & chips einsog ég geri það.

Hvert færir þú í draumafríið?

Draumfríið  er auðvitað heimsreisa á skemmtiferða skipi, ætli ég tæki ekki Hjördísi með, annars yrði allt brjálað…….

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...