Meira utan í gámum

Verðmæti útflutnings á óunnum fiski í gámum hefur á síðustu 12 mánuðum aukist um 7.2% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Verðmætið nú er 4,8 milljarðar en á sama tímabili í fyrra var það 4,5 milljarðar. Í maí síðastliðnum var verðmæti þessa útflutnings, 472 milljónir, sem er aukning um 16,4% miðað við sama mánuð í fyrra.

Verðmæti landaðs afla miðað við landshluta er eins og áður mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum var það rétt rúmir 3 milljarðar króna. Á Austurlandi var aflaverðmætið 2,1 milljarður, 1,7 á Suðurnesjum og 1,5 á Norðurlandi eystra.

Verðmæti landaðs afla er mun minna í öðrum landshlutum. Á Vesturlandi var það 860 milljónir, 716 á Norðurlandi vestra, 590 milljónir á Suðurlandi og 521 milljón á Vestfjörðum.

Verðmæti landaðs afla jókst í heild um 4,5%, en umtalsverðar sveiflur eru á milli landshluta. Þannig eykst verðmæti landaðs afla á Norðurlandi Eystra um 35,2%, en fellur um 26,3% á Suðurlandi.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Lax með feta og fleiru

Þó laxveiðin í ám landsins hafi gengið illa í sumar og Hafró hafi hvatt veiðimenn til að sleppa sem flestum veiddum löxum, er nó...

thumbnail
hover

Makrílvertíð að hefjast hjá Síldarvinnslunni

Nú er makrílvertíðin að hefjast hjá Síldarvinnslunni en gert hefur verið ráð fyrir að vinnsla á makrílnum hæfist 20. júlí og...

thumbnail
hover

Vigdís heilsaði upp á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hitti nöfnu sína skilvinduna í fiskimjölsverksmiðju VSV á dögunum og urðu þar ...