Meira utan í gámum

Verðmæti útflutnings á óunnum fiski í gámum hefur á síðustu 12 mánuðum aukist um 7.2% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Verðmætið nú er 4,8 milljarðar en á sama tímabili í fyrra var það 4,5 milljarðar. Í maí síðastliðnum var verðmæti þessa útflutnings, 472 milljónir, sem er aukning um 16,4% miðað við sama mánuð í fyrra.

Verðmæti landaðs afla miðað við landshluta er eins og áður mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum var það rétt rúmir 3 milljarðar króna. Á Austurlandi var aflaverðmætið 2,1 milljarður, 1,7 á Suðurnesjum og 1,5 á Norðurlandi eystra.

Verðmæti landaðs afla er mun minna í öðrum landshlutum. Á Vesturlandi var það 860 milljónir, 716 á Norðurlandi vestra, 590 milljónir á Suðurlandi og 521 milljón á Vestfjörðum.

Verðmæti landaðs afla jókst í heild um 4,5%, en umtalsverðar sveiflur eru á milli landshluta. Þannig eykst verðmæti landaðs afla á Norðurlandi Eystra um 35,2%, en fellur um 26,3% á Suðurlandi.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Venus á leið til Vopnafjarðar

Venus NS er nú á leið til heimahafnar á Vopnafirði með fyrsta kolmunnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan e...

thumbnail
hover

Drög að reglugerð um bann við...

Nú liggja fyrir á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um bann við álaveiðum sem áformað er að setja. Markmið með setn...

thumbnail
hover

Kolmunna landað í Neskaupstað og á...

Norska skipið Manon kom til Neskaupstaðar sl. föstudag með 1.900 tonn af kolmunna. Í kjölfar hans kom síðan Börkur NK á sunnudagsm...