Meira utan í gámum

Verðmæti útflutnings á óunnum fiski í gámum hefur á síðustu 12 mánuðum aukist um 7.2% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Verðmætið nú er 4,8 milljarðar en á sama tímabili í fyrra var það 4,5 milljarðar. Í maí síðastliðnum var verðmæti þessa útflutnings, 472 milljónir, sem er aukning um 16,4% miðað við sama mánuð í fyrra.

Verðmæti landaðs afla miðað við landshluta er eins og áður mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum var það rétt rúmir 3 milljarðar króna. Á Austurlandi var aflaverðmætið 2,1 milljarður, 1,7 á Suðurnesjum og 1,5 á Norðurlandi eystra.

Verðmæti landaðs afla er mun minna í öðrum landshlutum. Á Vesturlandi var það 860 milljónir, 716 á Norðurlandi vestra, 590 milljónir á Suðurlandi og 521 milljón á Vestfjörðum.

Verðmæti landaðs afla jókst í heild um 4,5%, en umtalsverðar sveiflur eru á milli landshluta. Þannig eykst verðmæti landaðs afla á Norðurlandi Eystra um 35,2%, en fellur um 26,3% á Suðurlandi.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...